MamaMia

þriðjudagur, september 16, 2003

Jamm, ég held áfram að vera lélegur bloggari!! Sorry... en það er nú svona...

Síðustu helgi fórum við Guðmundur út í Ólafsfjörð strax eftir skóla á föstudag. Guðmundur og Elís voru að hjálpa pabba sínum við virkjunarframkvæmdir, að leggja rör. Ég hjálpaði svo til við það á laugardaginn, voða dugleg og þetta gekk allt ljómandi vel. Fórum svo inn eftir um kvöldið, en Guðmundur fór svo aftur út eftir á sunnudaginn. Ég ætlaði að reyna að læra á sunnudaginn en gerði svo ekki rassgat í bala, fór bara að taka til og þrífa og svoleiðis vitleysu!! Mér líka hefnist fyrir það, ég þarf þá að læra eins og vitleysingur alla vikuna, damn it.... Svo var matarboð hjá ömmu og afa, voða gott læri og við skelltum okkur svo í bíó þar á eftir, á American Pie, The Wedding... alger snilld, ég bara skil ekki hvernig er hægt að búa til svona seríumyndir sem eru svona endalaust fyndnar!

Annars er bara lítið að frétta, er ekki að meika það að þurfa að sitja á skólabekk í þessari viku og vinna verkefni, vil heldur njóta góða veðursins. Já svo er Villi bróðir farin að blogga, ég man ekki hvort ég var búin að segja frá því... það er gaman að geta fylgst svona með litla gerpinu. Ég vona líka að við getum heimsótt hann í lok október, er svona að byrja að plana það!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home