MamaMia

þriðjudagur, september 02, 2003

Jæja... langt síðan síðast!! En ég hlýt að fá fyrirgefningu ykkar, er það ekki... Guðmundur kom heim á fimmtudagskvöldið og svona, tíhí..........

Annars er bara nóg að gera, við erum farnar að fylgjast með kennslu uppi í Giljaskóla, sem er mjög gaman. Ég á samt erfitt með að dæma kennara og kennsluhætti þeirra, finnst ég ekki hafa rétt til þess, þar sem ég er nú bara aumur nemi. Og svo það að það er svo stutt liðið á skólaárið og margir þessara kennara að fyrst núna að kynnast nýjum nemendum. Það hlýtur augljóslega að taka sinn tíma að koma á þeim reglum og aga sem eiga að viðgangast í viðkomandi stofu, eða bekk.

Úr sveitinni er auðvitað allt fínt að frétta, fæddar þrjár litlar kvígur núna á síðustu tveim vikum eða svo og nýtt kvótaár hafið. Búið að vera alveg brilliant veður, ólíft í illa ræstum stofum og bílum! Fyrstu haustlitirnir eru að ryðja sér til rúms og skólalyktin sveimar í loftinu. Það sem ég kalla skólalykt er ákveðin minning, ég á nefninlega margar minningar tengdar lykt. Skólalykt er blönduð af þeirri staðreynd að skólabílar sveitarinnar eru farnir að ganga þar sem skólinn er byrjaður, það er komin moldarlykt því það er byrjað að taka upp kartöflur víða á bæjum og svo koma breyttar vindáttir með öðruvísi angan af kúnum, sveitinni og sjónum!!!

Segjum þetta nóg af bulli í bili, ætla að fara að horfa á Friends ;o)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home