MamaMia

þriðjudagur, september 09, 2003

Uss hvað ég hef verið lélegur bloggari undanfarið....

Allavega, þá var síðasta helgi alveg ágæt. Hitti Auði vinkonu á kaffihúsi á föstudaginn, sem var voða næs. Guðmundur fór út eftir á föstudaginn eftir skóla til að hjálpa pabba sínum. Ég fór því bara inn eftir á föstudaginn með ömmu og afa og við rumpuðum því af að taka upp kartöflurnar. Við vorum nú ekki lengi að því, og svo var bara fjósið á eftir. Það var þó ekki alveg þessi venjulegi fjóstími, þar sem ég hefði nú getað endað upp á slysó. Ég veit að ég er brussa og óheppin, en þetta er það næsta því sem ég hef komist í að fá heilahristing!!! Ég var sem sagt að bogra eitthvað yfir kálfafötunum inni í mjólkurhúsi, reis svo upp og dúndraði hausnum í mótor! Ég sá stjörnur, í alvörunni, og hélt að ég myndi detta niður, en... ég kláraði fjósverkin (ekki mikið eftir á þessum tímapunkti í verkunum) og fór frekar vönkuð heim. Það kom smá ógleðistilfinning en þetta reddaðist. Föstudagskvöldinu var svo eytt í sjónvarpsgláp uppi í rúmi. Daginn eftir vaknaði ég með auman haus, með huuuges kúlu á hausnum og geðveika strengi í fótunum eftir að bera alla kartöflupokana, en samt aðallega í vinstra lærinu, don´t ask me why!! Fór svo út í fjörð eftir kvöldmat, fékk far til Dallas (Dalvíkur) með Auði og Óskari. Var svo góð tengdadóttir að ég mætti með köku sem ég bakaði fyrr um daginn, og það vakti mikla lukku ;o)Á sunnudeginum fórum við Guðmundur svo í réttir inni í Svarfaðardal, með Auði og Óskari, svona rétt til þess að fá fílinginn. Þar var mjög margt fólk, auðvitað miklu fleira en rollurnar ;o) Gaman að því... Eftir réttir fórum við svo bara heim og þá fór þetta mánaðarlega að kikka inn og pizza og dvd fengið til að reyna að redda því. Er sem sagt búin að sjá Solaris, sökkar big time skal ég segja ykkur. Simone.... éehhh, ekkert spes. The Ring... ok, spooky og flott, en ég er viss um að orginalinn er betri! Ég á líka erfitt með að horfa á svona myndir sem skilja menn eftir með miklu fleiri spurningar en í upphafi myndar! En mér skilst nú að það sé framhald af þessu...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home