MamaMia

mánudagur, september 22, 2003

Það var svo gaman í gær, þrátt fyrir brjálað veður, því Gurra frænka og fjölskyldan hennar komu í gær og gistu hjá okkur... ekkert gaman að ferðast með pinkulitla dömu í svoleiðis veðri. Hún litla frænka mín er algjör rúsína og veit af því. Við spjölluðum heilmikið saman og erum sammála um það að hún er flottust í heimi. Svo var spjallað við eldhúsborðið um allt milli himins og jarðar, m.a. fengum við að vita það hvernig Gurra og Einar kynntust. Það var mjög skemmtilegt. Svo eru þau búin að trúlofa sig, og Gurra og Einar, enn og aftur til hamingju með það ;o)

Það er líka gaman að lenda í svona sms-fylleríum eins og ég kalla það. Var að smessast við tvo góða kunningja mína í gær og það var mjög skemmtilegt... annar þokkalegur rugludallur og hinn þessi einlægi sveitastrákur sem er svo krúttlegur að hann veit ekkert hvað hann á að gera við krúttlegheitin í sér ;o) Þannig að ég átti góðan og skemmtilegan sunnudag þrátt fyrir veður!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home