MamaMia

þriðjudagur, október 21, 2003

Það gengur ekkert betur að höndla lífið, og ég er því farin að hlakka verulega til að heimsækja litla bróður í Noregi eftir 2 daga ;o)

Litla frænka mín (dóttir Gurru frænku og Einars) er búin að fá nafn, og heitir hún í höfuðið á móðurafa sínum og móðurömmu, þ.e. Lára Ruth. Mér finnst þetta mjög fín nöfn og grunaði reyndar að hún fengi nú nafn frá einhverjum í ættinni, bara spurning hvaðan ;o) Því þó ég hafi tilkynnt fjölskyldunni minni um 12 ára aldurinn að ég myndi ekki láta börnin mín heita í höfuðið á neinum (sem ég by the way ætla að standa við og er mjög fegin að ég fór að predika svona ung) að þá er Gurra þannig kona að hún heiðrar þessa hefð, enda mikill ættfræðispekúlant. Svo kemur hér áskorun á foreldra hennar, að annað hvort þau opni síðu á Barnalandi fyrir Láru Ruth, búi til eigin heimasíðu, eða bloggi þá að minnsta kosti, tíhí!!!

Jæja, þetta verður ekki lengra í bili, verð að halda áfram að undirbúa ferðina til Noregs, enda förum við suður á morgun eftir skóla og fljúgum svo út fimmtudagsmorguninn ;o) Bæjó!!

þriðjudagur, október 14, 2003

Hjáááállp!!!!! ég er með svo mikinn hausverk..... og svo er ég bara ekki að meika lífið! Ég nenni alls ekki að vera í skólanum (sko háskólanum), það er mun skárra að vera bara að kenna, sem er reyndar bara fínt sko... En mig langar samt bara mest til þess að vera bara hérna heima, dúllast í kringum sjálfa mig og gera hluti sem mig langar reglulega að fara að gera. Eins og t.d. að fara að búa til jólagjafir, taka rösklega til, föndra eitt og annað og fara bara í fjós og svona.. Gvöð hvað ég er gamaldags.. en ég er bara stolt af því....... Þann dag sem heimavinnandi húsmæður fá greidd laun, þá hoppa ég hæð mína og syng "Preis ðe lord" því mig langar svo verulega mikið til að vera í þeim fótsporum: heimavinnandi hér í sveitinni! Og hana nú, nú vitið þið kæru lesendur hvað Bjarkey Sigurðardóttir er einstaklega gamaldags og stolt af því. Ég veit líka að ég er ekki ein um þessa skoðun, ég finn það að margir á mínum aldri eru að finna það hjá sér að "back to the basics" er málið fyrir þau, að lifa heilbrigðu og afslöppuðu lífi þar sem börnin fá að vaxa í öruggu umhverfi og umvafin fjölskyldunni. Ég skal segja ykkur það, að ég tek út fyrir það þegar það kemur upp í huga mér að börnin mín gangi í stóran grunnskóla, eins og skólanna hér á Akureyri. Ein stór ástæða þess að ég vil búa hérna í sveitinni er sú að börnin mín geti gengið í fámennan sveitaskóla, sem er þó reyndar alltaf að stækka, en er enn þannig að einungis einn bekkur er í hverjum árgangi.

Kennaradjammið var ágætt, lenti að vísu bara í 3. sæti í búningakeppninni og þurfti að deila því með öðrum.... en þar sem ég er alls ekki tapsár (hehehe) þá tók ég þessu auðvitað með jafnaðargeði!

Var svo útfrá alla síðustu helgi, það er verið að leggja síðustu hönd á virkjunina. Sunnudagurinn var fróðlegur, við vorum öll eins og spassar, og Guðmundur og Elís auðvitað verstir, þeir urðu hreinlega 5 og 10 ára aftur!! En það var nú bara gaman að fíflast svolítið og slást og svona, hehehe...

Næstu helgi verður svo virkjunin formlega sett í gang og Arna og fjölskylda ætla að koma og jafnvel líka Arngrímur og Rannveig (foreldrar tengdamömmu). Það á að setja í gang á laugardaginn, en það er einmitt afmælisdagur Guðmundar heitins, föður tengdapabba.

fimmtudagur, október 09, 2003

Var að enda við að gera kennsluáætlun fyrir morgundaginn fyrir 4. bekk. Þetta verður áreiðanlega góður dagur hjá okkur, en mikið voðalega vorkenni ég þessum greyjum að þurfa að fara í samræmd próf í næstu viku. Þau þurfa að taka tvö stór próf í stærðfræði og íslensku, og mér finnst þetta allt of mikið fyrir greyin. Sem betur fer er þetta held ég ekki nein grýla í þeirra augum, en mér er sama, þau eiga eftir að verða dauðuppgefin að sitja svona lengi í prófi.

Svo er víst kennaradjamm í kvöld og okkur nemunum boðið. Ég held að við Eva förum alla vega. Þetta verður áreiðanlega gaman og fróðlegt, tíhí ;o) Það er 80's þema þannig að maður verður ljótur í kvöld! Er þetta 80´s dæmi ekki orðið langþreytt?! Jæja, ég mæti þá bara sem fulltrúi af minnihlutahópnum, verð pönkari í kvöld!!!

Jæja, þá eru gripirnir okka komnir í hús. Það gekk nú ekki þrautalaust, byrjaði á því að síðastliðinn fimmtudag fékk ég upphringinu frá FMN og var stödd á BÓKASAFNI takið eftir!!! Maðurinn hinum meginn á línunni tjáði mér það að skáparnir hafi tjónast í flutningunum... urr og það fauk í Bjarkey!! Missti reyndar sem betur fer ekki stjórn á sér og náði að skilja þá valkosti sem mér voru boðnir; fara í tryggingarnar eða þiggja boð þeirra um að láta laga þetta á þeirra kostnað. Ég gerði mér auðvitað það versta í hugarlund og taldi skápana stórtjónaða. Við Guðmundur fórum svo niður eftir og fengum að sjá að tjónið var ekki alvarlegt og auðvelt að laga. Þeir voru mjög herramannlegir á FMN og tóku auðvitað fulla ábyrgð á því sem gerðist og við sem sagt tókum boði þeirra um að láta laga þetta á þeirra kostnað. Sem var gert og tókst vel og nú eru gripirnir komnir hingað í hús. Stóri skenkurinn verður niðri hjá mömmu og pabba því það er ekki séns að koma honum upp stigann. Stóri skápurinn komst upp því hann var í þremur einingum, en það var ekki auðvelt. Stærsta einingin rétt slapp með lagni þessara snillinga minna, Guðmundar, pabba og Elísar (mágs). Þúsund kossar og þakkir strákar ;o)

Annars er ég byrjuð að kenna á fullu og það gengur bara vel. Er hjá 4. bekk með henni Evu sem er "partnerinn" minn og svo kennum við líka náttúrufræði í báðum 9. bekkjunum hér í Giljaskóla. Ég hef eiginlega ekkert um þetta að segja í bili, nema það að sorglegast finnst mér að upplifa innilegt áhugaleysi nemendanna í 9.bekk... þetta er hræðilegt!

mánudagur, október 06, 2003

Og enn fleiri börn..... innilegar hamingjuóskir með bumbubúann Margrét og Klemenz, og gangi ykkur allt í haginn ;o)

sunnudagur, október 05, 2003

Fleiri börn, fleiri börn..... Hún Eva géari (sem sagt gamall bekkjarfélagi minn úr Menntaskólanum á Akureyri) og hennar maður, Óli Skagstrendingur, eignuðust son síðastliðinn föstudag. Innilegar hamingjuóskir með litla snáðann ;o) Eftir því sem ég best veit er þetta einungis annað barnið í bekknum, þ.e. aðeins einn bekkjarfélagi úr G-inu, hann Huginn frændi, á barn, reyndar líka strák!!

Þetta er búið að vera frekar dauf helgi.. búin að vera læra og ræða um framtíðina og svona. Það er alveg óþolandi við umræður um framtíðarplön hvað umræðurnar fara alltaf að snúast um peninga, engin furða þó að peningar séu mesta skilnaðarorsökin!!! Djöfull þoli ég það ekki að geta ekki gert það sem ég vil þegar ég vil, og fá til þess peningaaðstoð sem ég þarf á að halda núna, en ekki þegar ég er orðin fimmtug! Þá fara peningarnir að flæða inn, komin með starfsreynslu, lífaldur og lánstraust og allan djöfulinn og þá hef ég nákvæmlega ekkert að gera með þessa peninga, börnin flogin, húsið komið, bílinn kominn og þar fram eftir götunum.....djöfull hvað ég er pisst yfir þessu >:(

miðvikudagur, október 01, 2003

Takk fyrir nýja titilinn Auður mín ;o) Ég held að ég taki þann pól í hæðina að vera stolt af þessum titli því það eru greinilega, huhumm, fágaðar og slightly insane manneskjur sem gera svona lagað, hehehehehehe........ það er bara gaman að þessu... En óhætt er að segja að ég er býsna forvitin um þennan Tarzan fíling (eða Fíl eins og Bubbi myndi segja) hjá Gulla og þeim.... hvað í ósköpunum áttu við?! Hahaha....

Jæja, svo er það Idol hérna fyrir norðan á föstudaginn, hlakka geðveikt til að sjá þann þátt og sjá alla sem maður þekkir eins og Ernu Hrönn og Helga Reyni.. þetta verður örugglega algjör snilld. Ég er ein af þeim sem fíla þennan þátt í tætlur, finnst þetta bráðfyndið auðvitað sumt af þessu, en svo er líka gaman að sjá talentana sem þarna koma fram. Ég blæs einnig á þær umræður sem ég hef m.a. heyrt út undan mér í skólanum (starfsmannastofu Giljaskóla) að Bubbi sé svo vondur og ósanngjarn. Ég segi bara, sá þetta fólk ekki bandarísku þættina með Simon í fararbroddi??? Bubbi kemst ekki með tærnar þar sem Simon er með hælana. Þetta er kannski öðruvísi fyrir fólk að horfa á og hlusta þegar allt fer fram á móðurmáli okkar og allt því beint í æð, en ekki þýtt á íslensku þar sem óneitanlega broddurinn fer af því sem verið er að segja í raun ( þá meina ég að t.d. raddblær og líkamstjáning missir oft marks hjá þeim sem þurfa að lesa nánast allan textann til að fylgjast með). Auðvitað á Bubbi þó stundum erfitt með að greina aðstæður, sbr. það þegar hann útjaskaði greyið strákinn sem söng þarna kristilega lagið eða hvað sem það var, ég náði því ekki alveg! Bubbi er greinilega bara ekki alveg nógu góður mannþekkjari til þess að sjá það að þessi strákur var kannski ekki alveg eins og flestir. En þá kemur það á móti; því hefði átt að hlífa þessum strák því að hann er ekki eins og fólk er flest, frekar en þeim sem eru nokkuð normal? Ég veit ekki... ég held að það sé ekki auðvelt að standa í sporum dómara þar sem þeir þurfa að með hverjum nýjum keppanda að taka ákvörðun um það hvernig þeir ætla að láta dóma sína frá sér. Nóg um það... best að fara að halda áfram að taka til!!! Heyrumst...