Það gengur ekkert betur að höndla lífið, og ég er því farin að hlakka verulega til að heimsækja litla bróður í Noregi eftir 2 daga ;o)
Litla frænka mín (dóttir Gurru frænku og Einars) er búin að fá nafn, og heitir hún í höfuðið á móðurafa sínum og móðurömmu, þ.e. Lára Ruth. Mér finnst þetta mjög fín nöfn og grunaði reyndar að hún fengi nú nafn frá einhverjum í ættinni, bara spurning hvaðan ;o) Því þó ég hafi tilkynnt fjölskyldunni minni um 12 ára aldurinn að ég myndi ekki láta börnin mín heita í höfuðið á neinum (sem ég by the way ætla að standa við og er mjög fegin að ég fór að predika svona ung) að þá er Gurra þannig kona að hún heiðrar þessa hefð, enda mikill ættfræðispekúlant. Svo kemur hér áskorun á foreldra hennar, að annað hvort þau opni síðu á Barnalandi fyrir Láru Ruth, búi til eigin heimasíðu, eða bloggi þá að minnsta kosti, tíhí!!!
Jæja, þetta verður ekki lengra í bili, verð að halda áfram að undirbúa ferðina til Noregs, enda förum við suður á morgun eftir skóla og fljúgum svo út fimmtudagsmorguninn ;o) Bæjó!!
Litla frænka mín (dóttir Gurru frænku og Einars) er búin að fá nafn, og heitir hún í höfuðið á móðurafa sínum og móðurömmu, þ.e. Lára Ruth. Mér finnst þetta mjög fín nöfn og grunaði reyndar að hún fengi nú nafn frá einhverjum í ættinni, bara spurning hvaðan ;o) Því þó ég hafi tilkynnt fjölskyldunni minni um 12 ára aldurinn að ég myndi ekki láta börnin mín heita í höfuðið á neinum (sem ég by the way ætla að standa við og er mjög fegin að ég fór að predika svona ung) að þá er Gurra þannig kona að hún heiðrar þessa hefð, enda mikill ættfræðispekúlant. Svo kemur hér áskorun á foreldra hennar, að annað hvort þau opni síðu á Barnalandi fyrir Láru Ruth, búi til eigin heimasíðu, eða bloggi þá að minnsta kosti, tíhí!!!
Jæja, þetta verður ekki lengra í bili, verð að halda áfram að undirbúa ferðina til Noregs, enda förum við suður á morgun eftir skóla og fljúgum svo út fimmtudagsmorguninn ;o) Bæjó!!