MamaMia

sunnudagur, október 05, 2003

Fleiri börn, fleiri börn..... Hún Eva géari (sem sagt gamall bekkjarfélagi minn úr Menntaskólanum á Akureyri) og hennar maður, Óli Skagstrendingur, eignuðust son síðastliðinn föstudag. Innilegar hamingjuóskir með litla snáðann ;o) Eftir því sem ég best veit er þetta einungis annað barnið í bekknum, þ.e. aðeins einn bekkjarfélagi úr G-inu, hann Huginn frændi, á barn, reyndar líka strák!!

Þetta er búið að vera frekar dauf helgi.. búin að vera læra og ræða um framtíðina og svona. Það er alveg óþolandi við umræður um framtíðarplön hvað umræðurnar fara alltaf að snúast um peninga, engin furða þó að peningar séu mesta skilnaðarorsökin!!! Djöfull þoli ég það ekki að geta ekki gert það sem ég vil þegar ég vil, og fá til þess peningaaðstoð sem ég þarf á að halda núna, en ekki þegar ég er orðin fimmtug! Þá fara peningarnir að flæða inn, komin með starfsreynslu, lífaldur og lánstraust og allan djöfulinn og þá hef ég nákvæmlega ekkert að gera með þessa peninga, börnin flogin, húsið komið, bílinn kominn og þar fram eftir götunum.....djöfull hvað ég er pisst yfir þessu >:(

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home