Hjáááállp!!!!! ég er með svo mikinn hausverk..... og svo er ég bara ekki að meika lífið! Ég nenni alls ekki að vera í skólanum (sko háskólanum), það er mun skárra að vera bara að kenna, sem er reyndar bara fínt sko... En mig langar samt bara mest til þess að vera bara hérna heima, dúllast í kringum sjálfa mig og gera hluti sem mig langar reglulega að fara að gera. Eins og t.d. að fara að búa til jólagjafir, taka rösklega til, föndra eitt og annað og fara bara í fjós og svona.. Gvöð hvað ég er gamaldags.. en ég er bara stolt af því....... Þann dag sem heimavinnandi húsmæður fá greidd laun, þá hoppa ég hæð mína og syng "Preis ðe lord" því mig langar svo verulega mikið til að vera í þeim fótsporum: heimavinnandi hér í sveitinni! Og hana nú, nú vitið þið kæru lesendur hvað Bjarkey Sigurðardóttir er einstaklega gamaldags og stolt af því. Ég veit líka að ég er ekki ein um þessa skoðun, ég finn það að margir á mínum aldri eru að finna það hjá sér að "back to the basics" er málið fyrir þau, að lifa heilbrigðu og afslöppuðu lífi þar sem börnin fá að vaxa í öruggu umhverfi og umvafin fjölskyldunni. Ég skal segja ykkur það, að ég tek út fyrir það þegar það kemur upp í huga mér að börnin mín gangi í stóran grunnskóla, eins og skólanna hér á Akureyri. Ein stór ástæða þess að ég vil búa hérna í sveitinni er sú að börnin mín geti gengið í fámennan sveitaskóla, sem er þó reyndar alltaf að stækka, en er enn þannig að einungis einn bekkur er í hverjum árgangi.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home