MamaMia

fimmtudagur, október 09, 2003

Jæja, þá eru gripirnir okka komnir í hús. Það gekk nú ekki þrautalaust, byrjaði á því að síðastliðinn fimmtudag fékk ég upphringinu frá FMN og var stödd á BÓKASAFNI takið eftir!!! Maðurinn hinum meginn á línunni tjáði mér það að skáparnir hafi tjónast í flutningunum... urr og það fauk í Bjarkey!! Missti reyndar sem betur fer ekki stjórn á sér og náði að skilja þá valkosti sem mér voru boðnir; fara í tryggingarnar eða þiggja boð þeirra um að láta laga þetta á þeirra kostnað. Ég gerði mér auðvitað það versta í hugarlund og taldi skápana stórtjónaða. Við Guðmundur fórum svo niður eftir og fengum að sjá að tjónið var ekki alvarlegt og auðvelt að laga. Þeir voru mjög herramannlegir á FMN og tóku auðvitað fulla ábyrgð á því sem gerðist og við sem sagt tókum boði þeirra um að láta laga þetta á þeirra kostnað. Sem var gert og tókst vel og nú eru gripirnir komnir hingað í hús. Stóri skenkurinn verður niðri hjá mömmu og pabba því það er ekki séns að koma honum upp stigann. Stóri skápurinn komst upp því hann var í þremur einingum, en það var ekki auðvelt. Stærsta einingin rétt slapp með lagni þessara snillinga minna, Guðmundar, pabba og Elísar (mágs). Þúsund kossar og þakkir strákar ;o)

Annars er ég byrjuð að kenna á fullu og það gengur bara vel. Er hjá 4. bekk með henni Evu sem er "partnerinn" minn og svo kennum við líka náttúrufræði í báðum 9. bekkjunum hér í Giljaskóla. Ég hef eiginlega ekkert um þetta að segja í bili, nema það að sorglegast finnst mér að upplifa innilegt áhugaleysi nemendanna í 9.bekk... þetta er hræðilegt!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home