MamaMia

miðvikudagur, október 01, 2003

Takk fyrir nýja titilinn Auður mín ;o) Ég held að ég taki þann pól í hæðina að vera stolt af þessum titli því það eru greinilega, huhumm, fágaðar og slightly insane manneskjur sem gera svona lagað, hehehehehehe........ það er bara gaman að þessu... En óhætt er að segja að ég er býsna forvitin um þennan Tarzan fíling (eða Fíl eins og Bubbi myndi segja) hjá Gulla og þeim.... hvað í ósköpunum áttu við?! Hahaha....

Jæja, svo er það Idol hérna fyrir norðan á föstudaginn, hlakka geðveikt til að sjá þann þátt og sjá alla sem maður þekkir eins og Ernu Hrönn og Helga Reyni.. þetta verður örugglega algjör snilld. Ég er ein af þeim sem fíla þennan þátt í tætlur, finnst þetta bráðfyndið auðvitað sumt af þessu, en svo er líka gaman að sjá talentana sem þarna koma fram. Ég blæs einnig á þær umræður sem ég hef m.a. heyrt út undan mér í skólanum (starfsmannastofu Giljaskóla) að Bubbi sé svo vondur og ósanngjarn. Ég segi bara, sá þetta fólk ekki bandarísku þættina með Simon í fararbroddi??? Bubbi kemst ekki með tærnar þar sem Simon er með hælana. Þetta er kannski öðruvísi fyrir fólk að horfa á og hlusta þegar allt fer fram á móðurmáli okkar og allt því beint í æð, en ekki þýtt á íslensku þar sem óneitanlega broddurinn fer af því sem verið er að segja í raun ( þá meina ég að t.d. raddblær og líkamstjáning missir oft marks hjá þeim sem þurfa að lesa nánast allan textann til að fylgjast með). Auðvitað á Bubbi þó stundum erfitt með að greina aðstæður, sbr. það þegar hann útjaskaði greyið strákinn sem söng þarna kristilega lagið eða hvað sem það var, ég náði því ekki alveg! Bubbi er greinilega bara ekki alveg nógu góður mannþekkjari til þess að sjá það að þessi strákur var kannski ekki alveg eins og flestir. En þá kemur það á móti; því hefði átt að hlífa þessum strák því að hann er ekki eins og fólk er flest, frekar en þeim sem eru nokkuð normal? Ég veit ekki... ég held að það sé ekki auðvelt að standa í sporum dómara þar sem þeir þurfa að með hverjum nýjum keppanda að taka ákvörðun um það hvernig þeir ætla að láta dóma sína frá sér. Nóg um það... best að fara að halda áfram að taka til!!! Heyrumst...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home