MamaMia

fimmtudagur, október 09, 2003

Var að enda við að gera kennsluáætlun fyrir morgundaginn fyrir 4. bekk. Þetta verður áreiðanlega góður dagur hjá okkur, en mikið voðalega vorkenni ég þessum greyjum að þurfa að fara í samræmd próf í næstu viku. Þau þurfa að taka tvö stór próf í stærðfræði og íslensku, og mér finnst þetta allt of mikið fyrir greyin. Sem betur fer er þetta held ég ekki nein grýla í þeirra augum, en mér er sama, þau eiga eftir að verða dauðuppgefin að sitja svona lengi í prófi.

Svo er víst kennaradjamm í kvöld og okkur nemunum boðið. Ég held að við Eva förum alla vega. Þetta verður áreiðanlega gaman og fróðlegt, tíhí ;o) Það er 80's þema þannig að maður verður ljótur í kvöld! Er þetta 80´s dæmi ekki orðið langþreytt?! Jæja, ég mæti þá bara sem fulltrúi af minnihlutahópnum, verð pönkari í kvöld!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home