MamaMia

sunnudagur, nóvember 02, 2003

Jæja jæja jæja... loksins komin aftur!! Það er búið að vera ágætlega mikið að gera eftir að við komum heim frá Noregi, og eitt skiptið þegar ég svo hafði tíma í vikunni, þá komst ég ekki inn á bloggsvæðið!

Það var alveg meiriháttar úti í Noregi. Við fengum í fyrsta lagi alveg frábært veður, það var reyndar frekar kalt á fimmtudeginum, en það hlýnaði svo dag frá degi. Við fengum það gott veður að við höfðum alveg mergjað útsýni úr flugvélinni til og frá Noregi, og fengum því að sjá landið og fegurð þess að einhverjum smáhluta. Villi var í svaka stuði og rosa gott og gaman að vera með honum. Villi sýndi okkur það helsta í miðborginni á fimmtudeginum, en svo á meðan Villi var í skólanum á föstudeginum, þvældumst við Guðmundur um alla miðborgina og hreinlega gengum af okkur lappirnar. Það var extra gaman hjá okkur því við létum loks verða af því að kaupa okkur digital myndavél, rosa flotta og góða, og hún var sko notuð óspart þarna úti. Myndir okkar saman safnast aðallega af arkitektúr og trjám, og svo auðvitað dágóðum slatta af spassamyndum af okkur þremur!! Já og bara öllu merkilegu sem við sáum. Við héldum áfram að þvælast á laugardeginum, auðvitað nokkrar verlsunarmiðstöðvar heimsóttar en lítið keypt, nema skór á mig svo að ég gæti haldið áfram að labba!!! Um kvöldið var svo matarboð hjá Bibbu frænku, sem býr ekkert langt frá Villa, en hún er búin að búa úti í Noregi í tæp 10 ár. Við erum systradætur. Við Guðmundur komum sem sagt með íslenskt lambalæri af nýslátruðu og ég eldaði það fyrir okkur. Auðvitað fengum við svo gott með því sem Bibba og kærastinn hennar, Hovar, kokkuðu með herlegheitunum. Eftir matinn var tekið til við að hlusta og djamma við íslenska tónlist, en Bibba á alveg einstakt safn íslenskrar tónlistar, diska sem manni dettur ekki í hug að kaupa, nema maður búi erlendis og hafi ekki aðgang að Rás 1 og Rás 2. Þvílík snilld... Á sunnudeginum fórum við svo upp að Holmekollen (þetta er nú sennilega ekki rétt skrifað hjá mér!) og fórum alla leið upp í stökkpallinn. ÞVÍLÍKT ÚTSÝNI!!! Svo gerir maður sér enga grein fyrir því hvað þetta er geðsjúklega bratt það sem guttarnir eru að stökkva, þeir lenda bara í nánast 90 gráðu brattri brekku! Á heimleiðinni í sporvagninum varð svo til local-brandari ferðarinnar, þar sem við heyrðum út undan okkur tvo blindfulla gutta spjalla saman, annar norskur en hinn franskur. Þeir töluðu mest megnis saman á frönsku, en sá norski var greinilega búin að vera kenna þeim franska nokkrar valdar setningar á norsku. Það sem var svo fyndið við það, að sá franski æfði sig á setningunum ALLA LEIÐ niður að aðalstöðinni, með sínum einstaka franska framburði, með enga tilfinningu fyrir hljómfallinu, né áherslum!! Hallo... hvordangordi?.... hallo... hardudebra?! Hahahaha.... Á sunnudeginum skoðuðum við líka skólann hans Villa og hafnarsvæðið. Um kvöldið fórum við svo út að borða á voða krúttlegum stað við höfnina. Á mánudeginum þvældumst við eitthvað aðeins fram að hádegi, en svo var bara komið að því að koma sér út á völl og heim.

Það var fínt að koma heim, en auðvitað hefðum við alveg verið til í að vera lengur. Það var víst þvílíka blíðan hér á sunnudeginum, u.þ.b. 20 stiga hiti, en nú á þriðjudag eða miðvikudag fór að frysta og snjóa... og nú er bara sannkallað vetrarríki hér fyrir utan gluggann hjá mér. Ísland.. best í heimi!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home