MamaMia

þriðjudagur, nóvember 18, 2003

Ok... hef sem sagt ekki verið í miklu bloggstuði, og þegar ég hef verið í tölvunni hefur það verið til þess að gera eitthvað markvisst og svo slekk ég á henni... nenni ekki meiru!!!

Svona persónulega sökkar lífið svolítið núna.. það kemur og fer í bylgjum og við Guðmundur svo hrikalega meðvirk hvoru öðru að það hálfa væri miklu meira en nóg. Við erum samt í góðu stuði inn á milli og erum meira að segja farin að teikna og skipuleggja alveg á fullu. En það er þetta.... maður er bara komin með nóg af skólalífinu og vill fara að koma sér í annan gír, hefja lífið eins og ég segi stundum. Með öðrum orðum, við hlökkum geðveikt til að fara í jólafrí!

Mér bauðst reyndar gott tækifæri núna á dögunum. Mér var boðið hlutverk uppfærslu Leikhússkórsins á Kátu ekkjunni, sem er óperetta eftir Franz Lehár. Ég þáði það, þó svo að ég sé að fara að skrifa lokaritgerð á næstu önn og frumsýning í byrjun mars. Þetta er bara þannig tækifæri að ég get ekki sagt nei, mig langar til að gera þetta, ég læri heilmikið á því og kem mér loksins á framfæri sem söngvari hérna fyrir norðan. Plús það að ég veit það af gefinni reynslu að ég vinn oftast best undir pressu...

Jæja... þetta er ágætt... hægt að sjá að ég er á lífi Jósa mín ;o) Ekki hafa áhyggjur af mér dúllan mín, þetta lagast allt saman hjá mér!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home