MamaMia

fimmtudagur, desember 11, 2003

Eru þið að grínast með sjónvarpsdagskrána nú í kvöld.... kvöldið sökkar svooo feitt... Guð sé lof fyrir Villa litla kjána-bróður, sem er núna as we speak að ná í videospólu og bragðaref.... hvað getur þá klikkað?!

þriðjudagur, desember 09, 2003

Það er svona alvöru jólaveður úti......... ohh hvað ég elska svona veður.... það hefur snjóað frá því í gær og nú er allt hvítt, svona blautum snjókallasnjó og akkúrat núna snjóar svona hlussusnjókornum eins og ég vil alltaf að snjói á aðfangadag. Þegar svoleiðis veður er á aðfangadag er dagurinn fullkominn ;o)

Búin að taka til aðeins hérna í kringum tölvuna, var að verða geðveik, nennti ekki að læra og sérstaklega ekki í þessu uhverfi, og þess vegna fór ég bara í að taka aðeins til hérna í kring, kveikti á nokkrum kertum og viti menn... dagurinn hefur bara verið afkastamikill!!! Af hverju var ég ekki búin að þessu fyrr?! Jú.... eitt gott svar við því: LETI

Villi bróðir er komin til landsins og kemur sennilega heim á morgun eða hinn... það verður fínt að fara að sjá litla gerpið, tíhí!!!

Jæja, best að halda áfram að læra........

föstudagur, desember 05, 2003

Já, loksins er Idol keppnin hafin fyrir alvöru... og er þá ekki kominn tími á mig að tjá mig um keppendur, lögin og framistöðuna?!

Kalli byrjaði, og byrjaði vel. Hann er góður söngvari með hörkurödd, en þó svo að hann hafi valið fallegt og gott lag, þá beið ég samt alltaf eftir powerinu sem hann hefur, því það hefði alveg passað við. En hann er flottur.

Sessý er tvímælalaust einn besti söngvarinn í hópnum en átti sína lélegustu frammistöðu í kvöld. Hún var stressuð og virtist vera með hálsbólgu líka því hún var eitthvað svo rám, sem er ekki hennar rétta rödd, því hún er svo tær og falleg. Ég vona samt að hún komist áfram.

Jóhanna Vala er snilli... alger rokkari og með magnaða sviðsframkomu. Auðvitað er hún enginn poppari, en það er alltaf gaman að hafa svona einn öðruvísi talent með ;o)

Rannveig er falleg, með fallega rödd og fagmannlega framkomu. Ein af þeim bestu í kvöld.... need I say more?

Tinna Marína er með skondna rödd, ekki endilega að mínu skapi, en hentar vel í poppið. Valdi alveg skelfilegt lag fyrir sig en brosið er alveg auðvitað milljóna króna virði. En þar fyrir utan er ég á þeirri skoðun að hún ætti ekki að vera í þessari keppni þar sem hún hefur svo víða komið opinberlega fram.

Helgi Rafn er svo mikill engill, en klúðraði kvöldinu með því að taka skelfilegt lag, sem hann fílaði engan veginn sjálfur. En hann er næsti Cat Stevens, þvílík útgeislun sem þessi drengur hefur.

Ardís Ólöf er með bestu röddina í hópnum, enda búin að læra aðeins og svona. Besta atriði kvöldsins, framúrskarandi söngur, framúrskarandi framkoma og tilfinning.

Anna Katrín er með mjög spes rödd, sem mér finnst ágæt og hún gerði afar vel í kvöld. Þessi performans og þegar hún söng Yellow eru hennar besta so far. En eins og með Tinnu, þá er ég á þeirri skoðun að Anna ætti ekki heldur að vera í þessari keppni þar sem hún vann söngvakeppni framhaldsskólanna í vor.

Jón Sigurðsson er vissulega myndarlegur maður með killer smile og framúrskarandi framkomu. Hins vegar er ég ekki mikið að fíla þessa klemmdu rödd, ekki frekar en hjá Tinnu, og performansinn í kvöld svona la la...

Þá hafiði það krakkar mínir, þetta er skoðun mín á hópnum í kvöld... en já... úrslitin að byrja... heyrumst!!!!!!!!

Í dag, 5. desember, erum við Guðmundur búin að vera saman í 6 ár.........takk fyrir það!!

Er alltaf í fjósi þessa dagana, bæði fór mamma í bakinu síðustu helgi, og svo eru þau hjónakornin fyrir sunnan núna, þannig að ég og Pálmi frændi erum í fjósi. Það er fín tilbreyting að vera í fjósi, vildi bara að ég væri laus úr skólanum, þetta er orðið ágætt, búin að vera í skólanum í rúma 4 mánuði þegar ég verð loksins búin!!!!!!!

Ég er búin að kaupa nokkrar jólagjafir og svona aðeins byrjuð að setja upp jólaseríur. Ég elska jólin! Ég vonast til að geta byrjað að baka eitthvað núna um helgina, eða fljótlega eftir helgi. Jæja... ætla aðeins að vafra á netinu, heyri í ykkur seinna....