MamaMia

fimmtudagur, janúar 08, 2004

Það er auðvitað þannig að þegar ég er mætt í skólann og á að vera að læra að þá nenni ég að blogga!!

Ég er svo yfirmáta þreytt að það hálfa væri miklu meira en nóg, það er svona að þurfa að fara að vakna á morgnana. Annars hlakka ég voða mikið til á morgun þegar prófið verður búið, því þá get ég farið heim að undirbúa matarboðið sem ég er að fara að halda. Gestir að þessu sinni verða Auður og Óskar, nema hvað, þar sem kvöldið á auðvitað eftir að snúast um IDOL og síðan CATAN, þar sem við ætlum að spila spilið til þrauta ef svo má að orði komast!!!

Síðan verður sennilega farið eitthvað úteftir um helgina, og svo er æfing hjá mér í Kátu ekkjunni á sunnudaginn þar sem á að gera tilraun til að renna þessu öllu yfir!

Jæja, best að hætta þessu blaðri, fá sér smá kringlu og svona... halda svo áfram að læra....

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home