MamaMia

þriðjudagur, janúar 27, 2004

*Geisp* Búin að vera allt of dugleg í dag... en hef jafnframt sýnt fram á það að ég er kona eftir allt saman, þ.e. ég gat gert þrennt í einu í dag: Talað við Villa og Örnu mágkonu á msn og unnið í verkefninu sem ég þarf að skila á fimmtudaginn!! Svo bjargaði Guð mér í dag (eða alla vega var einhver að fylgjast með mér). Ég var u.þ.b. 10 cm frá því að bakka á bíl í dag. Ég var að bakka úr bílastæði hérna við H.A. og tók ekkert eftir bíl sem var búið að leggja "ólöglega og þversum fyrir aftan mig" og þegar ég var að fara að stoppa sá ég bílinn allt í einu í vinstri speglinum og snarstoppaði. Thank God að ég stoppaði því ég hefði ekki meikað það að lenda í krumpudæmi í dag, sér í lagi þar sem Guðmundur tjáði mér það að þó svo að bílnum hafi verið ólöglega lagt að þá hefði ég samt verið í 100% órétti!!! Spáið aðeins í því rugli!

Annars er það bara Gilmore girls í kvöld og Amy dómari... þættir sem klikka ekki!! Svo bauð ég til heimakynningar á næstkomandi fimmtudagskvöld en mér sýnist ætla að verða dræm mæting. Ef svo verður held ég að ég slaufi þessu, því það borgar sig ekkert fyrir mig, né konuna sem kynnir hjá mér, að halda kynningu þar sem 3-4 hræður eru mættar... Jæja.. best að klára það sem ég ætlaði að gera í dag áður en að Guðmundur kemur að sækja mig. See ya

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home