MamaMia

þriðjudagur, janúar 20, 2004

Jæja, hálfnuð með verkefni dagsins ;o) Ágætur árangur ekki satt?! Talaði líka aðeins við Villa áðan (ef ég hef ekki sagt það nógu oft áður, þá segi ég það enn aftur, ég dýrka þetta fyrirbæri sem msn er!!!). Mér líður því aðeins betur með sjálfa mig og óhætt er að segja að hann er í skýjunum!!! Svo ég segi þetta nú umbúðalaust, þá er bróðir minn komin með kærustu. Hún er með honum í skólanum úti í Oslo, er harmonikuleikari. Til að toppa þetta allt saman þá er hún Íslendingur, þau eru einu Íslendingarnir í skólanum!!! Daman heitir Oddný og er víst af Skaganum og tæplega tvítugur krabbi (og auðvitað er ég hæst ánægð með það, hehehehe!!!). Hver veit nema að maður fái svo að sjá hana um páskana?! Gaman að þessu, gott að upplifa bróður minn aftur hamingjusaman :o)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home