MamaMia

þriðjudagur, janúar 13, 2004

Matarboðið lukkaðist svona ljómandi vel og græni kjúllinn alveg magnaður. Svo klikkar Catan ekki, það var spilað og spjallað fram eftir nóttu, enda what are friends for?!
Það sama er ekki hægt að segja um IDOL, þar sem ég gæti lamið mann og annan fyrir það eitt að hafa kosið Önnu Katrínu. Common.. hvað er fockings málið, manneskjan er búin að feila sig síðustu þrjár útsendingar og dómarafíflin (fyrir utan gestadómara) tuða alltaf um það hvað hún sé frábær og æðisleg og þó þetta hafi nú ekki verið hennar besta að þá viti þau nákvæmlega hvað hún getur... HALLÓ!!! það er nákvæmlega þetta sem hún getur og ekki rassgat meir, hún myndi rétt endast í 20 mínútur á sviði á alvöru tónleikum eða balli!!! Er það eitthvað sem er eftirsóknarvert hjá poppstjörnu, ég bara spyr?! Auðvitað vissi maður fyrirfram að Jón færi ekki, hann fer ekki nema, ja ég veit ekki ... á hverju hann tórir, þrátt fyrir að hann hafi nú reyndar bætt sig ótrúlega, þetta er ekki sama röddin og byrjaði í Smáralindinni, ég viðurkenni það alveg... en þetta er engin poppstjarna! Mynduð þið vilja senda hann í World Idol, já eða miss reedy þarna?! Það er Kalli sem virðist hafa það sem þessi dómarafífl eru að leita að, þ.e. lúkkið, rödd og framkomu. Auðvitað hefur Ardís þetta allt saman og langbestu röddina eins og dómararnir hafa jú viðurkennt, en hvað er þá málið? Hana vantar að gefa aðeins meira af sér, ok, jú jú... en það má læra, ekki rétt? Þú getur ekki bætt röddina hjá Önnu nema hún fari að læra söng og þá breytist röddin hennar og þá vill hana örugglega enginn því þá er sjarminn í röddinni farinn... Jón getur aldrei orðið meira en mediocre og Kalli er rokkari, ekki poppari!! Jæja.. ég nenni ekki að tala um þetta lengur, það er alveg greinilegt að þjóðin er fífl ef þau lufsast ekki til að kjósa þann eina sem á möguleika á því að gera eitthvað að viti með þennan IDOL titil, það er auðvitað Kalli... það kemur í ljós næstu helgi!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home