MamaMia

mánudagur, febrúar 02, 2004

Búin að eiga góða helgi... æfingahelgin sem átti að vera féll niður vegna veikinda leikstjórans, þannig að það voru bara stuttar söngæfingar á laugardag og sunnudag. Því var bara glápt á Idol á föstudagskvöldið... endalaust hægt að hlæja af þessum vitleysingjum maður!!

Svo var ekki hægt annað en að fara út í góða veðrinu á laugardaginn, þvílíkt flott veður og skítakuldi ;o) Þar sem ég gaf bónda mínum blóm á bóndadaginn þá fylgdi með blómvendinum 2 fyrir 1 á Fiðlarann og við skelltum okkur því út að borða á laugardagskvöldið. Það var alveg yndislegt og við meira að segja fengum okkur forrétt og alles (sem þykir merkilegt í okkar bókum!!). Við fengum svo 2 fyrir 1 í bíó líka, á myndina Paycheck og fórum á hana eftir dinnerinn. Myndin var bara ágæt. Svo var það Brynju-bragðarefur í eftirrétt á leiðinni heim ;o)

Á sunnudaginn var líka svona afskaplega fallegt veður og við Guðmundur fórum út til að taka myndir og njóta veðursins. Þegar ég er búin að læra að setja myndir inn á bloggið mitt þá set ég inn eitthvað af þessum myndum. Svo eru sunnudagskvöld hörku sjónvarpskvöld, með nýjum þætti sem heitir Cold Case, fínir þættir.... og svo auðvitað spennuþáttur spennuþáttanna, 24... þriðja þáttaröð,alger snilld...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home