MamaMia

mánudagur, febrúar 23, 2004

Er í fýlu heima því ég er lasin, með einhverja ógeðslega hálsbólgu. Gat svosum ekki gert ráð fyrir því að sleppa við að veikjast, þar sem pabbi er búin að vera hundveikur og svo mamma, sem endaði í lungnabólgu hjá henni... djöfulsins ógeð. Fór samt á æfingu í gær og fer líka í kvöld. Það hlaut að koma að því; það sauð hálfpartinn upp úr í gær, en sem betur fer var allsherjar rifrildi afstýrt. Svona til að summa þetta upp fyrir ykkur, þá er leikstjórinn okkar einfaldlega ekki starfinu vaxin, þrátt fyrir gífurlega reynslu. Hún bara hreinlega getur ekki skipulagt sig, né æfingar, og hefur tekist að klúðra 2 mikilvægum málum varðandi óperettuna, en tekur svo auðvitað enga ábyrgð á því, heldur fríar sig með því að ýfa upp smá kliður á milli leikhússkórsins og leikhússins, og hendir ábyrgðinni á leikhúskórinn með hitt atriðið!! Ég hef sjaldan orðið vitni að ófaglegri vinnu sem þessari, og sárvorkenni leikhúskórnum sem þarf að borga konunni óverðskulduð laun!!

En ég segi alltaf bara upp með góða skapið og jákvæðnina, þetta kemur allt á endanum, og slíkar raddir redduðu því að ekki var major blow out í gærkvöldi. Og það verður svoleiðis, þetta reddast allt og sýningin verður fín ;o) Nú er bara að láta sér batna og reyna að klára þessu blessuðu verkefni á milljón sem eiga að klárast í þessari viku!! :-O

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home