MamaMia

fimmtudagur, febrúar 19, 2004

Er að reyna að passa mig á að fara ekki í stresskast núna þessa dagana, því það gerir bara illt verra. En það er sem sagt frekar mikið að gera, og allt að gerast í einu, sem ég er ekki alveg að fíla. Var að enda við að ljúka fyrirlestri sem ég er að fara að halda á morgun í þessum heimspekiáfanga sem ég er í. Á morgun verð ég að byrja á 2 öðrum verkefnum og ljúka þeim í næstu viku, og nú eru æfingar á hverju kvöldi í Kátu ekkjunni, þannig að lokaritgerðin er alltaf sett á meira og meira hold, sem er alls ekki nógu gott!! En þá kemur kæruleysisengillinn minn upp í mér og segir mér að þetta muni nú allt saman reddast og fara á besta veg, ekki satt?!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home