MamaMia

miðvikudagur, febrúar 04, 2004

Það er svo furðulegt þegar lífið tekur óvænta stefnu og allt breytist í takt við það. Svo gæti farið að við Guðmundur séum að fara að breyta stefnu okkar í meira lagi skrítna átt! Það er þó best að vera ekki að fara of djúpt í einhverjar svona pælingar fyrr en hlutirnir fara að skýrast betur, þá helst með tilliti til hvaða vinnu Guðmundur fær í sumar. Ég segi ykkur nánar frá þessu þegar það hefur skýrst.

Átti mjög góðan dag í gær með Auði, þar sem ég kíkti til hennar í hádeginu í gær og ætlaði rétt að stoppa! Yeah right... við kjöftuðum og kjöftuðum fram eftir degi á meðan hún föndraði og enduðum svo á Bláu könnunni. Þar upplfiðum við spes stemmingu þar sem við sátum á næsta borði við Stuðmenn (allir meðlimir + Doddi + dóttir Röggu & Jakobs og leikstjórinn þeirra).

Síðan fór ég til Mikka gamla söngkennara míns, en ég er hjá honum í einkatímum til að koma mér í almennilegt form. Tíminn í gær var þrusu góður og ég finn að ég er öll að koma til. Ekki seinna vænna þar sem það er rétt mánuður í frumsýningu!

Ég hefði viljað enda daginn einhvern veginn öðruvísi heldur en að kveljast þangað til ég sofnaði, en ég var með svo svakalega verki í kviðarholinu. Ég hef sjaldan upplifað annað eins, sem endaði með því að ég hafði samband upp á bráðamóttöku, talaði þar við lækni sem róaði mig niður og sagði að ég mætti taka verkjalyf við þessum verkjum (sem ég gerði ekki, legg það ekki í vana minn að fá mér verkjalyf nema við versta höfuðverk) og sagði mér svo að ég væri velkomin upp eftir en það væri lítið hægt að gera, en ef þetta héldi svona áfram næstu daga að þá ætti ég að hafa samband við kvensjúkdómalæknirinn minn. Þannig fór nú það... og ég sofnaði fyrir rest!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home