MamaMia

þriðjudagur, febrúar 03, 2004

Hmmm... til hvers var ég að fá mér comment-kerfi???? Svona... pillist til að segja eitthvað!!!

Mikið var ljúft að fá að sofa til hálf tíu í morgun. Einhver kennari Guðmundar var sem sagt veikur, þannig að maður hoppaði bara aftur upp í rúm og sofnaði ;o)

Eitt af því sem ég rambaði inn á í gær í netvafri mínu á meðan ég beið eftir Guðmundi var þessi síða. Ég er alveg heilluð, þvílíkt fallegar myndir.

Ég var í rólegheitunum uppi í rúmi í gær að horfa á seinni fréttir á RÚV og þá kemur þarna viðtal við rektor H.A., Steina frænda, nema hvað að svo eru sýndar þarna myndir af nemendum inni á tölvuveri bókasafnsins, þar sem ég hef átt heima núna í jan-feb! Ég fer eitthvað að tauta við Guðmund um það að ég hafi ekkert orðið vör við myndatökuvélar í gær, og að ég hafi nú verið þarna nánast allan daginn... og viti menn.. rétt þegar ég hef lokið við setninguna kemur mynd af mér... gjörsamlega inni í tölvunni!!!!!!!!! Við drápumst auðvitað úr hlátri, af því hvað ég get nú verið einstaklega clueless! En ég get svo svarið það að ég tók ekki eftir neinum vélum... var greinilega inni í tölvunni, eins og ég fer inn í sjónvarpið þegar ég er að horfa á það! Spurning um að endurskoða eitthvað alert-statusinn hjá mér?!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home