MamaMia

mánudagur, febrúar 16, 2004

Já já já já... ég er á lífi!! Hef bara verið frekar upptekinn og segja má að síðustu dagar hafi verið svolítið furðulegir, svona miðað við venjulega.

Hún Jósa mín er komin heim og ég fagna því, þar sem ég var komin með fráhvarfseinkenni af því að heyra ekki í henni. Ég gerði reyndar heiðarlega tilraun til að hringja í hana í Rússlandi, og spjallaði þar við dömuna í lobbíinu og þvílík snilld að tala við rússa á ensku... ég varð hreinlega að passa mig að hlæja ekki upphátt. En eftir að hafa haft upp á herbergisnúmeri Jósu, þá var hún nú bara ekki inni!!

Á miðvikudaginn förum við svo út eftir í fimmtugsafmæli tengdamömmu, og Arna, Ragnheiður Kara og Jesper bumbubúi koma því norður á morgun.. vííí gaman gaman ;o)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home