MamaMia

föstudagur, febrúar 20, 2004

Jæja... fyrirlesturinn gekk bara vel og ég fékk bara góð komment frá kennaranum Svo er bara að gera ritgerð upp úr þessu sama efni og þá er það versta yfirstaðið í þessum áfanga.

Er að fara á fyrirlestur á eftir með biskupi vorum, en hann er að vísitera norðurland og maður lætur nú ekki svona fyrirlestur um siðferði fram hjá sér fara!!! Gætu orðið skemmtilegar umræður á eftir.

Annars er bara æfingahelgi framundan, ekki þó þannig að maður eigi eftir að kafna eins og í gær, lengsi og leiðinlegasti dagur sem ég hef upplifað í langan tíma!

Heyrði í Jósu minni í gærkvöldi, hún var bara hress og meira að segja bara mjög hress ;o) Það er bara allt að gerast og ég sagði henni þessar nýjustu fréttir, sem ég ætla nú að deila með ykkur.... Spennt?! Sko.. eftir nokkrar umræður höfum við Guðmundur nokkurn veginn ákveðið að flytja suður næsta haust, til að hann komist í að klára nám sitt í rafeindavirkjun. Því er nefninlega ekki hægt að ljúka hérna fyrir norðan, og við höfum því bara 90% ákveðið að fara suður svo að hann geti klárað. Ég er bara sátt og ánægð með það, þrátt fyrir að hafa sagt að ég myndi aldrei búa aftur fyrir sunnan. En það er eins og einhver sagði, aldrei að segja aldrei!! Ég ætla bara að hugsa jákvætt um þetta og reyna að nýta mér allt sem borg óttans hefur upp á að bjóða ;o) Ég hlakka til að vera nálægt frændfólki mínu, þá Gurru og litlu fjölskyldunnar hennar og foreldrum hennar, og öllum vinum mínum sem eru búsettir þarna fyrir sunnan. Þannig að over-all þá er ég bara spennt!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home