Mér finnst það nú svolítið fyndið að Stöð 2 ætli að gefast upp í baráttunni um fréttatímann og færa fréttatíma þeirra enn einu sinni og nú til hálfsjö, því ef ég man rétt þá var það jú Stöð 2 sem flutti fréttatímann fyrst til sjö og Ríkissjónvarpið hermdi svo eftir þeim. Þetta segir manni bara það að áhorfið er greinilega ennþá meira á fréttir Ríkissjónvarpsins en Stöðvar 2. Það breytir þó ekki því að mér finnst þetta skondið að Stöð 2 sé að "gefast svona upp". En auðvitað er þetta fremur grátleg þróun, þar sem ég tel að þetta muni enn fremur stuðla að því að tími fjölskyldunnar saman við kvöldverð er gerð útlægur með þessari "árás" sjónvarpsmiðilsins. Nú þegar er knappur tími fyrir fólk að koma heim úr vinnunni og elda kvöldverð og snæða hann í rólegheitum. Sú þróun þykir mér alls ekki jákvæð, þar sem ég tel að sameiginleg máltíð fjölskyldunnar sé góð leið til að halda fjölskyldunni saman og styrkja þau gildi og viðmið sem foreldrar eru að reyna að miðla börnum sínum.
Af öðru er það vorið sem kallar... ég get hreinlega ekki beðið eftir maí-mánuði.. þegar þessum blessaða skóla lýkur og maður getur aðeins farið að slappa af og njóta lífsins. Sumarið er þó reyndar ekki enn orðið klárt hjá Guðmundi, en hann er þó búinn að taka þá ákvörðun að ef hann fær ekki samning hjá því fyrirtæki sem hann langar mest að vinna hjá, þá ætlar hann á sjó!!! En næsti vetur er allur að skýrast. Hann er með umsóknarblöðin í Iðnskólann í Reykjavík í höndunum og sendir þau á morgun. Það verður rosa nám í þessum lokahnikk rafeindavirkjunarinnar, 25 einingar á önn, sem er nú frekar mikið. En hann hlakkar til, þó svo hann kvíði því svolítið að hann standist ekki þær námskröfur sem eru gerðar fyrir sunnan. Ég er alltaf að reyna að segja honum að hann þurfi ekki að hafa áhyggjur af því, enda hljóti VMA að gera sér far um að vita áherslurnar til að setja saman þeirra námssvið hér. Svo líka skiptir það ekki máli, hann er komin í þetta nám til að læra, og það viðmót eitt skilar honum alla vega hálfa leið!
Svo er hugur okkar nú eiginlega alltaf við húsið okkar.. teikningar komnar vel á veg og ég er farin að sjá þetta vel fyrir mér allt saman. Ég er meira að segja farin að hugsa um ýmiss smáatriði og það er bara gaman. Eina sem ég hef áhyggjur af er peningahliðin, og ég vildi að ég vissi hvert ég gæti snúið mér varðandi aðstoð. Hvernig maður eigi að fara út í svona skuldbingingar, hvað ber að varast, hvað er raunhæft og svo framvegis?? Ef þið vitið um eitthvað fyrirtæki/þjónustu eða aðila sem gætu svarað þessum spurningum (og þúsund öðrum!!), endilega látið okkur vita...
Af öðru er það vorið sem kallar... ég get hreinlega ekki beðið eftir maí-mánuði.. þegar þessum blessaða skóla lýkur og maður getur aðeins farið að slappa af og njóta lífsins. Sumarið er þó reyndar ekki enn orðið klárt hjá Guðmundi, en hann er þó búinn að taka þá ákvörðun að ef hann fær ekki samning hjá því fyrirtæki sem hann langar mest að vinna hjá, þá ætlar hann á sjó!!! En næsti vetur er allur að skýrast. Hann er með umsóknarblöðin í Iðnskólann í Reykjavík í höndunum og sendir þau á morgun. Það verður rosa nám í þessum lokahnikk rafeindavirkjunarinnar, 25 einingar á önn, sem er nú frekar mikið. En hann hlakkar til, þó svo hann kvíði því svolítið að hann standist ekki þær námskröfur sem eru gerðar fyrir sunnan. Ég er alltaf að reyna að segja honum að hann þurfi ekki að hafa áhyggjur af því, enda hljóti VMA að gera sér far um að vita áherslurnar til að setja saman þeirra námssvið hér. Svo líka skiptir það ekki máli, hann er komin í þetta nám til að læra, og það viðmót eitt skilar honum alla vega hálfa leið!
Svo er hugur okkar nú eiginlega alltaf við húsið okkar.. teikningar komnar vel á veg og ég er farin að sjá þetta vel fyrir mér allt saman. Ég er meira að segja farin að hugsa um ýmiss smáatriði og það er bara gaman. Eina sem ég hef áhyggjur af er peningahliðin, og ég vildi að ég vissi hvert ég gæti snúið mér varðandi aðstoð. Hvernig maður eigi að fara út í svona skuldbingingar, hvað ber að varast, hvað er raunhæft og svo framvegis?? Ef þið vitið um eitthvað fyrirtæki/þjónustu eða aðila sem gætu svarað þessum spurningum (og þúsund öðrum!!), endilega látið okkur vita...