MamaMia

fimmtudagur, mars 25, 2004

Hmmmm... það er spurning hvað ég eigi að blogga um!!!

Ég gæti til að mynda bloggað um myndina sem ég fór á í gær, The passion of the Christ. Ég var auðvitað undirbúin fyrir það að fara á svona mynd, en það breytti því ekki að á tímabili var ég með ekka og rennblautt tissjú. Myndin var mjög beinskeytt, að því leyti að ALLT var sýnt. Ég var mjög sátt við innihald myndarinnar, fannst hún skila Kristninni vel frá sér í sögulegu samhengi. Það var aðeins eitt sem pirraði mig, og það var að talmál Rómverja (frum-ítalska eða hvað?!) var ekki þýtt. Eins veit ég ekki enn hvað mér finnst um þá djöfulmynd sem þeir sköpuðu, er hreinlega bara ekki búin að átta mig á henni alveg, en myndin verður í huga mér næstu daga og vikur, það er víst. Annars er þetta auðvitað ekkert annað en meistaraverk og Mel Gibson á heiður skilinn fyrir að spila svona djarfan leik að gera mynd um eitt af umtöluðustu atburðum sögunnar. Aðalleikarinn, sá sem leikur Jesú, skilar hlutverki sínu óaðfinnanlega og einnig fannst mér konan í hlutverki móður hans ofboðslega sterk í sínum karakter. Ég mæli hiklaust með þessari mynd, enda er þetta tímamótaverk sem ekki verður endurtekið, en ég mæli auðvitað ekki með henni fyrir viðkvæma, nema þeir geri sér fyllilega grein fyrir því að þeir eru að fara að horfa á mynd sem segir frá gömlum pyntingaraðferðum og sjúkri mannvonsku.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home