MamaMia

mánudagur, mars 15, 2004

Já, lífið í sveitinni þessa dagana er bara mjög ljúft, enda varla hægt að kvarta þegar veðrið er svona yndislegt. Við Guðmundur skruppum þó aðeins í bæinn í gær, þar sem mig langaði alveg óendanlega mikið í eitthvað sukk. Ég fór nefninlega aðeins yfir á Karólínu með nokkrum úr hópnum eftir sýningu á laugardagskvöldið, og kom því ekki heim fyrr en um klukkan 02:00! Það var því alveg tilvalin hugmynd, fannst mér alla vega, að skreppa á Crown í gær. Það höfum við skötuhjúin ekki gert síðan held ég bara fyrir ári síðan eða svo, og þetta var bara ljómandi góður kjúlli.

Ég nenni helst ekki að ræða um skólann og það má að hluta til rekja til þess að ég er enn með ágætan skólaleiða. Svo er það einnig að maður er orðin ótrúlega þreyttur á að hafa ekki aðgang að því sem maður á að hafa aðgang að, nefninlega tölvustofunni niður í Þingvallastræti, en þar eru alltaf einhverjir tímar í gangi eða námskeið og maður er aldrei látin vita fyrir fram og stundum ekki látin vita yfir höfuð. Þannig að maður er löngu hættur að treysta á að geta komist í tölvurnar í sínum eigin skóla (sko Þingvalla). Svo er það nú þessi kúrs sem á að heita heimspeki menntunnar. Ok, mér finnst heimspeki skemmtileg, en þegar maður fær aldrei sömu einkunnina fyrir nákvæmlega eins vikuleg verkefni, sem maður vinnur alltaf eins, þá finnst mér að eitthvað hljóti að vera að kennararanum. Svo frétti ég það fyrir helgi að 2 nemendur í bekknum mínum sem eru með dislexiu (lestrarörðugleika) fá einkatíma á íslensku og þurfa ekki að mæta í venjulegu tímana!!! Fyrir fólkið í mínum bekk sem er ekki vel að sér í ensku finnst mér þetta dónaskapur og mismunum á fólki. Allt í lagi að þessir nemendur fái að skila færri verkefnum og að til þeirra séu gerðar öðruvísi kröfur, en að bjóða þeim upp á að sitja tímana á íslensku og sleppa ensku tímunum, þegar það verður ekki einu sinni próf í áfanganum, finnst mér fráleitt.

Annars hef ég nú bara mest gaman af því að vera með honum Guðmundi mínum þessa dagana, því ég hef takmarkaðan áhuga á skólanum og öllu því sem tengist honum. Við höfum haft það voða gott undanfarið, enda mikil gleði yfir því að vera búin að endurheimta kvöldin eftir margra vikna kvöldæfingar í Kátu ekkjunni (en sýningar ganga einmitt rosa vel). Við létum eins og fífl í gær, sem endaði með því að við fórum í áskorandakeppni. Það var mjög fyndið allt saman og við stóðumst þetta bæði, ég þá áskorun sem ég fékk og hann þá áskorun sem hann fékk... snilld ;o)

Jæja, ég er orðin svo hungruð, heyri í ykkur seinna, ég er farin að fá mér eitthvað að borða!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home