MamaMia

fimmtudagur, mars 18, 2004

Ok.. nú ætla ég aðeins að blogga um karlmenn, þar sem það hafa nú löngum verið eitt af mínum "áhugamálum"!!! Sko, eins og flestir vita þá er ég argasti sjónvarpssjúklingur og horfi m.a. á Nágranna. Ég horfði sem sagt á þáttinn núna í hádeginu, og þá tóku þau Max og Steph loksins saman. Það sem ég vildi segja um það, er hvað mér fannst það órtúlega sexý móment þegar hann tók hana í fangið og kyssti hana. Hann tók eitthvað svo þétt utan um hana og brosti svo breytt á eftir. Sko, þá er það sem þessi bloggumræða snýst um: hvað gerir karlmenn sexý?!

Það sem gerir þennan Max karakter sexý að mínu mati er í fyrsta lagi hvað hann er myndarlegur og brosir fallega. En það sem gerir það að verkum að það hreinlega lekur af honum er hvað hann er svona mikill fjölskyldumaður (ábyrgur), góður og nice karakter. Mín skoðun er því sú að góðir og nice gæjar geta verið ótrúlega sexý, enda kommon, ég er trúlofuð einum slíkum ;o) Svo við höldum áfram að ræða um þessa fertugu og upp fyrir karlmenn, þá er t.d. einn maður hér á Norðurlandi sem ég myndi alls ekki treysta mér til að lenda einhvers staðar ein með inni í herbergi eða eitthvað ... því sá maður er alveg ómótstæðilega sexý. Hann hins vegar er sexý bara af því bara!!! Hann er ekkert rosa myndarlegur, reyndar vel vaxinn, en frekar grófur og svona, þið vitið, hálfgerður durgur (fann ekkert betra orð!!). Hann er sem sagt ekki sexý fyrir það að vera góður gæji, ábyrgur og nice, heldur einmitt bara fyrir útlit og hörkukarakterinn!

Það er sem sagt þannig að margir þeir sem eru svona eins og við vinkonurnar köllum "ríðilegir" sem ungir menn, halda margir hverjir því sexappíl áfram, þrátt fyrir að giftast og stofna fjölskyldu, vegna þess að persóna þeirra breytist ekki í frumþáttum. Svo verða hins vegar margir góðu gæjanna sem margar stelpur virða ekki viðlits alveg ótrúlega sexý um leið og þeir eru komnir með hring á fingur og börn. Þá er eins og þeirra skærasta ljós lýsi sem mest og gerir þá enn meira sexý en nokkurn tímann áður.

Já já... miklar pælingar í gangi um eldri menn, ólíkt því sem áður var kannski um jafnaldrana!! Já ég ætti kannski að fara að læra?!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home