MamaMia

laugardagur, apríl 24, 2004

Síðustu 2 dagar hafa náttúrulega bara verið frábærir!!!

Föstudagur: Guðmundur fékk loksins að vita hvort hann kæmist á samning í sumar en fyrirtækið sem hann hefur mest sótt eftir að komast að hjá hefur haldið honum volgum síðan fyrir jól!! Hann fékk sem sagt þær frábæru fréttir að hann er kominn á samning hjá Haftækni og á að byrja bara um leið og hann er búinn í skólanum ;o) Til hamingju með það ástin mín... oh hvað ég hlakka til að hafi manninn minn í landi í sumar.. sem er by the way í fyrsta skipti síðan við byrjuðum saman, fyrir utan sumarið sem hann missti framan af fingrinum og var óvinnufær!
Til að toppa daginn fréttum við að Arna mágkona og hennar heittelskaði Hálfdán eru nú loksins búin að trúlofa sig. Til hamingju með það snúllurnar mínar.. kossar & knús...

Laugardagur: Ella Magga og Egill eru svo flott V.I.P. fólk að þau buðust til að redda okkur einnig miðum (ásamt þeim sjálfum) á A-SVÆÐI (sleikt upp við sviðið) á tónleikunum með METALLICA..... Hvað gæti verið meira cool en það að vera með bumbuna út í loftið að slamma með Hetfield og félögum??!! EKKERT!!! það er einfaldlega ekkert svalara en það.... og hver veit nema ég hösli Kirk Hammett út á kúluna?! Nei ok... nú er ég orðin of kexuð!!

miðvikudagur, apríl 21, 2004

Jæja... fyrra e-mailið kom í gær og það seinna núna áðan.... en alla vega, 20 blaðsíðna múrinn er rofinn og erfiðasti hjallinn að baki. Nú á bara eftir að bæta aðeins við aðalkaflana þrjá... er að vinna í því núna. Svo er bara eftir að skrifa umræður og lokaorð, sem getur tekið dágóðan tíma, en ég vona að þetta klári sig nú allt saman. Ég stefni á að vera komin með nokkuð fullbúna ritgerð til yfirlesturs á sunnudaginn!!! Wish me luck! Segjum það í bili...

mánudagur, apríl 19, 2004

Ég er búin að bíða í allan dag eftir 2 mikilvægum e-mailum og hvorugt þeirra er enn komið...ARRG!!!! Ég hef ekki tíma fyrir svona bull!!

laugardagur, apríl 17, 2004

Ég ætti auðvitað að vera pikka í ritgerðinni minni, en ekki á blogginu mínu. Ég held bara að ég geti ekki meira í dag, er búin að vera að síðan hálftíu í morgun, með smá hléum auðvitað, en nokkuð sátt við daginn bara.

Villi bróðir er farinn :-( hann fór suður á fimmtudaginn og flaug út í morgun. Hann hefur nú reyndar ekki hringt ennþá til að láta vita af sér, en hann var auðvitað farinn að sakna konunnar ;o)

Næstu dagar og vikur verða helvíti fyrir mig, og ég vona bara að ég komi lifandi út úr þessu. Ég er sem sagt að reyna að skrifa lokaritgerð til þess að fá að útskrifast í vor, en það er ansi skammur tími orðinn eftir. En þetta hefst allt saman, maður þarf bara að taka á honum stóra sínum og peppa sig upp.... maður hefur nú unnið undir pressu áður og alltaf allt reddast hingað til. Ég er hins vegar búin að sjá það að ég er eiginlega orðin of gömul fyrir "þetta reddast allt saman"...það er erfitt fyrir mig að kyngja því, sko metnaðarlega séð!! Jæja.. þýðir ekki að rausa um það.

Ég ætla aðeins að kíkja á ritgerðina áður en ég slekk á tölvunni, best að seifa dæmið allt inn á diskettu svona just in case!! Heyrumst... þótt síðar verði!!!

þriðjudagur, apríl 13, 2004

Fór í mína fyrstu mæðraskoðun í morgun.... jú... mikið rétt.. ég er ófrísk og komin 13 1/2 viku á leið ;o) Við stefnum sem sagt að því að verða foreldrar um miðjan október!!! Það var mjög fínt að fara upp á Mæðravernd, ljósan sem ég hitti er með svo yndislegan þýskan hreim og í alla staði almennileg. Við komum því heim með möppu fulla af blöðum og bæklingum sem verða skoðuð núna á eftir.. er alltof spennt til að geta eitthvað sest niður til að skrifa einhverja bév... ritgerð!!

Páskarnir voru bara fínir þrátt fyrir að þurfa að hanga mikið fyrir framan tölvuna og læra. Ég reyndar fór dálítið illa að ráði mínu með þessu tölvustússi og fór því í bakinu á föstudaginn. Ella Magga og Egill lögðu leið sína norður og það var gaman að tralla aðeins með þeim. Hápunktur páskahelgarinnar var þó grillpartýið í Gránu. Menn hreinlega nánast "fengu úr honum" yfir nautakjötinu mínu (það var alveg geggjað gott, þó ég segi sjálf frá!) og svo var fólk bara í svo góðum fíling að það var ekki hægt annað en að hafa gaman af kvöldinu. Matur, fjölskyldan, vinirnir, Catan, veðrið... hvað getur klikkað þegar þetta er allt í góðum gír??!!

fimmtudagur, apríl 08, 2004

Kæru vinir, nær og fjær... ég vildi bara óska ykkur gleðilegra páska. Vonandi hafið þið það gott yfir hátíðirnar, etið vel og slakið vel ;o)

þriðjudagur, apríl 06, 2004

Eruð þið að kidda mig mar??!! Ég er sem sagt varla búin að ná mér eftir allt þetta apríl gabb dæmi og svo fréttir maður að the one.. the only...Metallica sé á leiðinni og maður trúir því bara ekki!!! En þið eruð samt að kidda mig... Við erum að tala um það að ég og Sigrún Birna, gömul vinkona mín, ætluðum alltaf að fara út á tónleika með þeim.. ég held að ég verði bara að hringja í þessa gömlu vinkonu mína og segja henni að við þurfum ekki að fara neitt.. þeir séu komnir til okkar!!! Jéminn hvað ég hlakka til.. ég SKAL ná mér í miða!!

fimmtudagur, apríl 01, 2004

Andskotinn... Guðmundur náði mér heldur betur núna.. laug því í mig sem 1.apríl gabbAdam Sandler væri á leiðinni til Íslands til þess að vera við frumsýningu myndar sinnar hér..... djö mar.. ég verð að finna eitthvað á hann á móti!!!!!!!!!!

Allt að gerast í Noregi!!! Bibba frænka mín, sem er búsett í Oslo, er aldeilis að spóla áfram í lífinu. )Við erum sem sagt systradætur). Hún var að trúlofast kærastanum sínum honum Hovar, og svo eru þau búin að kaupa sér íbúðarhús rétt hjá Holmenkollen, akkúrat þar sem ég myndi vilja kaupa ef ég væri að fara að kaupa mér hús í Oslo!!! Þau eru búin að bjóða Villa & Oddnýju íbúðina þeirra (sem er by the way geggjuð) en þau ráða varla við leiguna þannig að þau taka hana áreiðanlega ekki.. bömmer!!

Annars er hann UXI minn búinn að fá páskahreingerninguna (bíllinn minn sko). Við þrifum hann og bónuðum í gær, ja.. ég ætti nú varla að segja við, því Guðmundur var sá ofvirki í gær og gerði mest allt!!! Ég er að hugsa um að spóla í íbúðina í kvöld eða á morgun.. eiginlega helst í kvöld.

Um helgina koma svo Rakel og strákarnir hennar (Rakel og ég er líka systradætur, hún og Bibba eru sem sagt systur) og þau ætla að vera hérna fram á mánudag.. rosa fjör.

Svo fer maður aðeins að djamma um helgina, þar sem liðið í Kátu ekkjunni ætlar að koma saman og kveðjast.. verður vonandi alveg geggjað lokapartý!!!

Svo er það bara læra læra læra læra.......