MamaMia

fimmtudagur, apríl 01, 2004

Allt að gerast í Noregi!!! Bibba frænka mín, sem er búsett í Oslo, er aldeilis að spóla áfram í lífinu. )Við erum sem sagt systradætur). Hún var að trúlofast kærastanum sínum honum Hovar, og svo eru þau búin að kaupa sér íbúðarhús rétt hjá Holmenkollen, akkúrat þar sem ég myndi vilja kaupa ef ég væri að fara að kaupa mér hús í Oslo!!! Þau eru búin að bjóða Villa & Oddnýju íbúðina þeirra (sem er by the way geggjuð) en þau ráða varla við leiguna þannig að þau taka hana áreiðanlega ekki.. bömmer!!

Annars er hann UXI minn búinn að fá páskahreingerninguna (bíllinn minn sko). Við þrifum hann og bónuðum í gær, ja.. ég ætti nú varla að segja við, því Guðmundur var sá ofvirki í gær og gerði mest allt!!! Ég er að hugsa um að spóla í íbúðina í kvöld eða á morgun.. eiginlega helst í kvöld.

Um helgina koma svo Rakel og strákarnir hennar (Rakel og ég er líka systradætur, hún og Bibba eru sem sagt systur) og þau ætla að vera hérna fram á mánudag.. rosa fjör.

Svo fer maður aðeins að djamma um helgina, þar sem liðið í Kátu ekkjunni ætlar að koma saman og kveðjast.. verður vonandi alveg geggjað lokapartý!!!

Svo er það bara læra læra læra læra.......

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home