MamaMia

þriðjudagur, apríl 13, 2004

Fór í mína fyrstu mæðraskoðun í morgun.... jú... mikið rétt.. ég er ófrísk og komin 13 1/2 viku á leið ;o) Við stefnum sem sagt að því að verða foreldrar um miðjan október!!! Það var mjög fínt að fara upp á Mæðravernd, ljósan sem ég hitti er með svo yndislegan þýskan hreim og í alla staði almennileg. Við komum því heim með möppu fulla af blöðum og bæklingum sem verða skoðuð núna á eftir.. er alltof spennt til að geta eitthvað sest niður til að skrifa einhverja bév... ritgerð!!

Páskarnir voru bara fínir þrátt fyrir að þurfa að hanga mikið fyrir framan tölvuna og læra. Ég reyndar fór dálítið illa að ráði mínu með þessu tölvustússi og fór því í bakinu á föstudaginn. Ella Magga og Egill lögðu leið sína norður og það var gaman að tralla aðeins með þeim. Hápunktur páskahelgarinnar var þó grillpartýið í Gránu. Menn hreinlega nánast "fengu úr honum" yfir nautakjötinu mínu (það var alveg geggjað gott, þó ég segi sjálf frá!) og svo var fólk bara í svo góðum fíling að það var ekki hægt annað en að hafa gaman af kvöldinu. Matur, fjölskyldan, vinirnir, Catan, veðrið... hvað getur klikkað þegar þetta er allt í góðum gír??!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home