MamaMia

laugardagur, apríl 17, 2004

Ég ætti auðvitað að vera pikka í ritgerðinni minni, en ekki á blogginu mínu. Ég held bara að ég geti ekki meira í dag, er búin að vera að síðan hálftíu í morgun, með smá hléum auðvitað, en nokkuð sátt við daginn bara.

Villi bróðir er farinn :-( hann fór suður á fimmtudaginn og flaug út í morgun. Hann hefur nú reyndar ekki hringt ennþá til að láta vita af sér, en hann var auðvitað farinn að sakna konunnar ;o)

Næstu dagar og vikur verða helvíti fyrir mig, og ég vona bara að ég komi lifandi út úr þessu. Ég er sem sagt að reyna að skrifa lokaritgerð til þess að fá að útskrifast í vor, en það er ansi skammur tími orðinn eftir. En þetta hefst allt saman, maður þarf bara að taka á honum stóra sínum og peppa sig upp.... maður hefur nú unnið undir pressu áður og alltaf allt reddast hingað til. Ég er hins vegar búin að sjá það að ég er eiginlega orðin of gömul fyrir "þetta reddast allt saman"...það er erfitt fyrir mig að kyngja því, sko metnaðarlega séð!! Jæja.. þýðir ekki að rausa um það.

Ég ætla aðeins að kíkja á ritgerðina áður en ég slekk á tölvunni, best að seifa dæmið allt inn á diskettu svona just in case!! Heyrumst... þótt síðar verði!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home