MamaMia

laugardagur, apríl 24, 2004

Síðustu 2 dagar hafa náttúrulega bara verið frábærir!!!

Föstudagur: Guðmundur fékk loksins að vita hvort hann kæmist á samning í sumar en fyrirtækið sem hann hefur mest sótt eftir að komast að hjá hefur haldið honum volgum síðan fyrir jól!! Hann fékk sem sagt þær frábæru fréttir að hann er kominn á samning hjá Haftækni og á að byrja bara um leið og hann er búinn í skólanum ;o) Til hamingju með það ástin mín... oh hvað ég hlakka til að hafi manninn minn í landi í sumar.. sem er by the way í fyrsta skipti síðan við byrjuðum saman, fyrir utan sumarið sem hann missti framan af fingrinum og var óvinnufær!
Til að toppa daginn fréttum við að Arna mágkona og hennar heittelskaði Hálfdán eru nú loksins búin að trúlofa sig. Til hamingju með það snúllurnar mínar.. kossar & knús...

Laugardagur: Ella Magga og Egill eru svo flott V.I.P. fólk að þau buðust til að redda okkur einnig miðum (ásamt þeim sjálfum) á A-SVÆÐI (sleikt upp við sviðið) á tónleikunum með METALLICA..... Hvað gæti verið meira cool en það að vera með bumbuna út í loftið að slamma með Hetfield og félögum??!! EKKERT!!! það er einfaldlega ekkert svalara en það.... og hver veit nema ég hösli Kirk Hammett út á kúluna?! Nei ok... nú er ég orðin of kexuð!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home