MamaMia

miðvikudagur, maí 26, 2004

First thing first: Það var frábært að fara í sónarinn á föstudaginn og læknirinn mjög ánægður með allt saman; 2 hendur, 2 fætur, flott hjarta o.s.frv. Fengum svo 4 myndir til að eiga og ég mun setja þær inn ef ég nenni að læra einhvern tíman að setja myndir inn á bloggið!!

Ferðin suður var rosa fín. Það var yndislegt að hitta Örnu og co. enda litli prinsinn svo ljúfur og sætur og Ragnheiður Kara alltaf jafn hress. Við þvældumst aðeins í svona barnavöruverslanir og það var bara gaman. Við hittum Jósu mína í mýflugumynd, en það er þó skárra en ekkert! Við vorum í íbúðinni hans Þiðriks, sem við ætlum að leigja næsta vetur, og það var rosa fínt. Það þarf auðvitað að lappa aðeins upp á hana, en hún er vel staðsett, miðað við það að vera í blokk í Breiðholti. Enginn umferðarhávaði og lítill hávaði milli íbúða. Gott mál.. ég er bara að verða svolítið spennt að fara suður.

Svo að þetta blogg standi nú undir nafni, "Lífið í sveitinni", þá er best að segja aðeins frá lífinu hérna. Það er búið að vera frábært veður hérna eftir helgi, enda er ég búin að setja niður gulrótarfræ og kálfræ, möndlukartölfur og jarðaberjaplöntur. Við settum svo út 5 kvígur á mánudaginn og aðrar 6 í gær. Þær hafa það voða gott, en fæstar þeirra hafa farið út áður, þannig að þær voru nú svolítið skondnar svona fyrstu klukkutímana!! Svo gróðursettum við fjölskyldan niður nokkrar aspir fyrir neðan fjósið, því mér hefur lengi fundist vanta plöntur niður frá, til að skapa svona meiri sjarma. Svo vona ég bara að Steini og Pálmi klári að mála þær útihúsabyggingar sem á eftir að mála núna sem fyrst, því þá verður bærinn orðinn mjög myndarlegur.

Jæja, ég er farin út í sólina að vökva garðinn ;o)

föstudagur, maí 21, 2004

Eitt stutt og laggott!!!

Erum á leiðinni í 19. vikna sónar núna á eftir og þaðan förum við svo suður til að heilsa upp á nýja prinsinn, en hann kom loksins á aðfaranótt mánudagsins eftir mikið streð. Fæðingin endaði í keisara, m.a. vegna þess að guttinn varr nú hvorki meira né minna en 16 merkur og 53 cm og móðirin rétt um 155 cm á hæð!!! En svo var það nú líka vesen með bjúg og svo var guttinn aðeins skakkur. En alla vega, prinsinn er kominn, Dáni Jr., og allir frískir og Arna og litli fengu meira að segja að fara heim í gær.

Jæja... meira seinna, see´ya... blog out!!!

sunnudagur, maí 16, 2004

Afmælisbarn dagsins er Þiðrik vinur minn... til hamingju með 30 árin kallinn ;o)

Annars vorum við í alveg geggjuðu partýji í gærkvöldi. Partýiið heppnaðist í alla staði vel, Eurovision keppnin alveg mögnuð og Jónsi var æði (en auðvitað vissi maður að lagið myndi ekki fá inn hjá fólki við fyrstu hlustun, en...), veitingarnar voru góðar og drykkjuleikurinn varð senuþjófur kvöldsins þar sem endalaust var hægt að hlæja að liðinu!! Mitt lag vann, Úkraína rúllaði þessu upp, þannig að ég var virkilega sátt við úrslitin, í fyrsta skipti í mörg ár! Svo hélt stemningin bara áfram eftir að keppninni lauk, því þá voru gömul íslensk eurovision-lög sett á fóninn og upp hófst mikill söngur og dans... Hreinlega með betri partýjum sem ég hef farið í!! Steini fær heiðursorðu kvöldsins fyrir að vera dansgúrúinn í partýjinu, Kalli fær stuðboltaprik kvöldsins og Óskar fær enn eina rósina í hnappagatið fyrir að vera svona flottur eins og hann er og yndislegur. Guðmundur fær einkaprik frá mér fyrir að vera svo fyndinn í gær og skemmtilegur og Gulli fær óvænta stig kvöldsins fyrir að stíga dans og það oftar en einu sinni!! Afmælisbarnið, hún Auður mín, fær öll vinnanleg stig kvöldsins fyrir að vera frábær gestgjafi, stuðbolti og sætust, því henni fannst svo gaman í eigin partýji og hreinlega ljómaði öll og það var svo yndislegt. Eva fær eurovision-prik kvöldsins þar sem hún lenti þokkalega í drykkjuleiknum, þrátt fyrir að standa fyrir ömurlegt land, eða réttara sagt ömurlega lag Rússa!! Maja fær stand-up prik kvöldsins fyrir óendanlega fyndna stælingu á Stebba Hilmars.. u crack me up girl!! Inga fær svo textaverðlaun kvöldsins fyrir að kunna ALLA texta þeirra laga sem voru spiluð í partýjinu, því hún kann alla texta íslensku eurvision-laganna.. geri aðrir betur. Sigrún fær svo lokaprikið.. fyrir það að meika keyrsluna norður og ná í endann á partýjinu ;o)

laugardagur, maí 15, 2004

Aðeins að laga til og breyta!!!

Geggjað cool að pikka á lyklaborðið með svona eldrauðar neglur.. er sko að koma mér í gírinn fyrir kvöldið.. þema partýsins er sko rautt og maður fær ekki inngöngu nema maður sem í einhverju rauðu eða með það á sér ;o)

En eruð þið samt ekki að grínast með Idolið mar?! Hvernig gat þetta gerst aftur?? Um daginn sendu þessir heimsku kanar Jennifer heim, eina af bestu söngvurunum og í gær sendu þeir heim gelluna sem að mínu mati átti að verða í 2. sæti í þessari keppni!! Fyrst að þetta fór svona með "bottom 2" þessa vikuna þá var ég alveg viss um að uppáhladið mitt færi heim, hún Fantasia, en sem betur fer heldur hún áfram, enda á þessi stórkostlega söngkona og karakter að vinna keppnina. En ég er endalaust fúl, því topp 4 voru að mínu mati Fantasia, La Toya, George og Jennifer.... síðan Diana.. en Jasmin á að vera fyrir löngu farin heim!!

Jæja.. ég ætla að fara að gera eitthvað að viti.. var að vonast til að við myndum setja kvígurnar út í dag, en ég hugsa að það verði ekki af því þar sem það rignir af og til ennþá.. það er skemmtilegra fyrir þær að fara út í fyrsta skipti í góðu veðri!!

fimmtudagur, maí 13, 2004

Jéminn... hvað ætli ég sé búin að horfa oft á Pride and Prejudice??!! Ég er svo gjörsamlega húkkt á þessum þáttum að það er rosalegt. Ég keypti mér spólurnar í fyrra og ég er örugglega búin að horfa á þær 7 sinnum síðan að ég keypti þær! Vinsamlegast réttið mér slefdallinn.... aahhhh Colin Firth!!!!!!!

Annars bara frábær dagur í dag. Við byrjuðum daginn á því að fara í mæðraskoðun og þar var okkur sagt að allt er í góðu lagi og ljósan bara mjög ánægð með framgang meðgöngunnar. Við hlustuðum á hjartslátt barnsins, sem var um 140 slög... rosa sterkur sláttur og taktfastur ;o) Svo fór Guðmundur niður á Haftækni til að hefja sinn fyrsta vinnudag, rosa spenntur. Svo fékk hann það á hreint í dag að hann komst klakklaust í gegnum þessi svokölluðu samræmdu próf rafiðnaðardeildarinnar, þannig að nú er það 100% klárt að við flytjum suður í haust!!

Svo er maður bara að komast í Eurovision fílinginn... var samt ekki sátt við það að Danir komust ekki áfram :-/ En ég held að aðalkeppnin verði bara flott og ég hlakka svo til að sjá hann Jónsa á sviðinu, því ég veit að hann á eftir að standa sig svo frábærlega... er orðin þvílíkt spennt fyrir þessu.

Jæja... best að sitja ekki of lengi fyrir framan tölvuna.. er aðeins búin að finna fyrir grindinni í dag og verð að taka tillit til þess og hvíla mig. Adju í bili...

mánudagur, maí 10, 2004

Jæja gæskurnar... hvað segið þið?! Heyriði, ég er að vafra um á netinu af og til og skoða barnavörur og svona en var að spá hvort að til væru fleiri svona ebay síður, eins og t.d. í Bretlandi. Vitiði nokkuð um einhverjar svoleiðis síður??!!

sunnudagur, maí 09, 2004

Afmælisbarn dagsins er hún Auður mín, en hún er 25 ára í dag blessunin... sem þýðir það að ég er að verða 26 og það finnst mér bara ekki eins kúl aldursár og 25... það er nú bara mín skoðun!! En alla vega, til hamingju með daginn Auður mín.

Jú, sólin er loksins farin að láta sjá sig og svona lið eins og litlir bræður geta bara hætt að grobba sig af sólböðum og góðu veðri!! Ég er byrjuð á vortiltektinni, enda veitir ekki af. Tölvuherbergið hérna gjörsamlega á hvolfi og ég þarf að ganga frá skóladóti síðastliðanna 2 ára!! Úpps....

Svo er það bara mæðraskoðun í næstu viku, einnig einhvers konar fyrirlestur í boði fyrir verðandi foreldra og Eurovision á miðvikudagskvöldið og svo auðvitað afmælis/eurovisionpartý næstu helgi... bara gaman ;o)

Annars bíður maður liggur við bara með símann við eyrað.. því enn er beðið eftir því að Jesper láti sjá sig... hann átti að koma 2. maí, en er greinilega ekkert að flýta sér. Það er sem sagt bumbubúi Örnu mágkonu og Hálfdáns, en vitað er að þetta er drengur. Koma svo Jesper... jú ken dú it!!! Koma svo bláir.........

fimmtudagur, maí 06, 2004

Jæja, greinilegt að batteríin voru búin því ég hef ekki gert rass í dag!!

Ég er eiginlega búin að vera í fáránlegu skapi í dag, hugsað fram og til baka um fjandans peningamál og hvað mig langi nú í allt sem ég get ekki eignast:

-Mig langar í nýjan lager af fötum. Ég á í raun engin almennileg föt, og hef eiginlega ekki keypt mér föt í nokkur ár. Við erum að tala um að ég nota aðallega tvennar buxur sem ég á, og þær eru, sér í lagi aðrar þeirra, að syngja sitt síðasta. Svo á ég rauða flíspeysu sem er eins útjöskuð og hægt er. Ég á aðra rauða spari flís, en nú er ég eiginlega farin að viðurkenna að hún ef bara ekkert spari lengur því ég nota hana það mikið, því ég á ekkert annað! Ég á eiginlega ekkert af bolum, hvað þá þunnum peysum og aðeins einar sparibuxur. Ég á tvenn pils, og þau eru bæði spari en ég á varla neitt til að vera í við þau. Þannig að ég er að væla, því mig langar að eyða tugþúsundum í föt.

Ein ástæða þess að ég á eiginlega engin föt er að ég hef ekki viljað kaupa mikið á mig því ég er ekki 100% sátt við útlitið (fyrir utan júllurnar ;o) ) Svo er það nú bara þannig að ég finn afar sjaldan eitthvað flott í búðum hér fyrir norðan og leiðist óskaplega að máta eitthvað sem er hent í mann og er of lítið og hálfur bærinn á hvort sem er, þar sem fjöldi búða og úrvalið hér er í ömurlegum farvegi. Svo er það nú auðvitað helvítis verðin á þessum druslum, föt eru viðbjóðslega dýr!!!

Æji, ég nenni ekki að röfla meira, ég engan pening og get því ekkert gert í því að bæta fatalagerinn.. og svo hvort sem er skilst mér að föt fyrir óléttar konur séu hrikalega dýr :-(

mánudagur, maí 03, 2004

Jæja kæru vinir....I´m back!!!

Þetta er búið að vera þvílíkur stresstími og vonir og væntingar farið upp og niður og allt þar á milli! En nú er þetta búið, bara eitt próf á miðvikudaginn sem ég verð að tækla og svo er skólinn bara búinn eftir það... LOKSINS!!!

Ég get því ekki beðið eftir því að fara að njóta þess að ég er ófrísk, enda kommon, ég er komin 4 mánuði á leið og ég veit varla af því. Ég er þó nú loksins aðeins farin að stækka og reikna með því að nú fari allt að gerast. Svo lofa ég að vera betri bloggari en ég hef verið undanfarna daga og vikur ;o)