MamaMia

sunnudagur, maí 09, 2004

Afmælisbarn dagsins er hún Auður mín, en hún er 25 ára í dag blessunin... sem þýðir það að ég er að verða 26 og það finnst mér bara ekki eins kúl aldursár og 25... það er nú bara mín skoðun!! En alla vega, til hamingju með daginn Auður mín.

Jú, sólin er loksins farin að láta sjá sig og svona lið eins og litlir bræður geta bara hætt að grobba sig af sólböðum og góðu veðri!! Ég er byrjuð á vortiltektinni, enda veitir ekki af. Tölvuherbergið hérna gjörsamlega á hvolfi og ég þarf að ganga frá skóladóti síðastliðanna 2 ára!! Úpps....

Svo er það bara mæðraskoðun í næstu viku, einnig einhvers konar fyrirlestur í boði fyrir verðandi foreldra og Eurovision á miðvikudagskvöldið og svo auðvitað afmælis/eurovisionpartý næstu helgi... bara gaman ;o)

Annars bíður maður liggur við bara með símann við eyrað.. því enn er beðið eftir því að Jesper láti sjá sig... hann átti að koma 2. maí, en er greinilega ekkert að flýta sér. Það er sem sagt bumbubúi Örnu mágkonu og Hálfdáns, en vitað er að þetta er drengur. Koma svo Jesper... jú ken dú it!!! Koma svo bláir.........

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home