MamaMia

sunnudagur, maí 16, 2004

Afmælisbarn dagsins er Þiðrik vinur minn... til hamingju með 30 árin kallinn ;o)

Annars vorum við í alveg geggjuðu partýji í gærkvöldi. Partýiið heppnaðist í alla staði vel, Eurovision keppnin alveg mögnuð og Jónsi var æði (en auðvitað vissi maður að lagið myndi ekki fá inn hjá fólki við fyrstu hlustun, en...), veitingarnar voru góðar og drykkjuleikurinn varð senuþjófur kvöldsins þar sem endalaust var hægt að hlæja að liðinu!! Mitt lag vann, Úkraína rúllaði þessu upp, þannig að ég var virkilega sátt við úrslitin, í fyrsta skipti í mörg ár! Svo hélt stemningin bara áfram eftir að keppninni lauk, því þá voru gömul íslensk eurovision-lög sett á fóninn og upp hófst mikill söngur og dans... Hreinlega með betri partýjum sem ég hef farið í!! Steini fær heiðursorðu kvöldsins fyrir að vera dansgúrúinn í partýjinu, Kalli fær stuðboltaprik kvöldsins og Óskar fær enn eina rósina í hnappagatið fyrir að vera svona flottur eins og hann er og yndislegur. Guðmundur fær einkaprik frá mér fyrir að vera svo fyndinn í gær og skemmtilegur og Gulli fær óvænta stig kvöldsins fyrir að stíga dans og það oftar en einu sinni!! Afmælisbarnið, hún Auður mín, fær öll vinnanleg stig kvöldsins fyrir að vera frábær gestgjafi, stuðbolti og sætust, því henni fannst svo gaman í eigin partýji og hreinlega ljómaði öll og það var svo yndislegt. Eva fær eurovision-prik kvöldsins þar sem hún lenti þokkalega í drykkjuleiknum, þrátt fyrir að standa fyrir ömurlegt land, eða réttara sagt ömurlega lag Rússa!! Maja fær stand-up prik kvöldsins fyrir óendanlega fyndna stælingu á Stebba Hilmars.. u crack me up girl!! Inga fær svo textaverðlaun kvöldsins fyrir að kunna ALLA texta þeirra laga sem voru spiluð í partýjinu, því hún kann alla texta íslensku eurvision-laganna.. geri aðrir betur. Sigrún fær svo lokaprikið.. fyrir það að meika keyrsluna norður og ná í endann á partýjinu ;o)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home