MamaMia

miðvikudagur, maí 26, 2004

First thing first: Það var frábært að fara í sónarinn á föstudaginn og læknirinn mjög ánægður með allt saman; 2 hendur, 2 fætur, flott hjarta o.s.frv. Fengum svo 4 myndir til að eiga og ég mun setja þær inn ef ég nenni að læra einhvern tíman að setja myndir inn á bloggið!!

Ferðin suður var rosa fín. Það var yndislegt að hitta Örnu og co. enda litli prinsinn svo ljúfur og sætur og Ragnheiður Kara alltaf jafn hress. Við þvældumst aðeins í svona barnavöruverslanir og það var bara gaman. Við hittum Jósu mína í mýflugumynd, en það er þó skárra en ekkert! Við vorum í íbúðinni hans Þiðriks, sem við ætlum að leigja næsta vetur, og það var rosa fínt. Það þarf auðvitað að lappa aðeins upp á hana, en hún er vel staðsett, miðað við það að vera í blokk í Breiðholti. Enginn umferðarhávaði og lítill hávaði milli íbúða. Gott mál.. ég er bara að verða svolítið spennt að fara suður.

Svo að þetta blogg standi nú undir nafni, "Lífið í sveitinni", þá er best að segja aðeins frá lífinu hérna. Það er búið að vera frábært veður hérna eftir helgi, enda er ég búin að setja niður gulrótarfræ og kálfræ, möndlukartölfur og jarðaberjaplöntur. Við settum svo út 5 kvígur á mánudaginn og aðrar 6 í gær. Þær hafa það voða gott, en fæstar þeirra hafa farið út áður, þannig að þær voru nú svolítið skondnar svona fyrstu klukkutímana!! Svo gróðursettum við fjölskyldan niður nokkrar aspir fyrir neðan fjósið, því mér hefur lengi fundist vanta plöntur niður frá, til að skapa svona meiri sjarma. Svo vona ég bara að Steini og Pálmi klári að mála þær útihúsabyggingar sem á eftir að mála núna sem fyrst, því þá verður bærinn orðinn mjög myndarlegur.

Jæja, ég er farin út í sólina að vökva garðinn ;o)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home