MamaMia

laugardagur, maí 15, 2004

Geggjað cool að pikka á lyklaborðið með svona eldrauðar neglur.. er sko að koma mér í gírinn fyrir kvöldið.. þema partýsins er sko rautt og maður fær ekki inngöngu nema maður sem í einhverju rauðu eða með það á sér ;o)

En eruð þið samt ekki að grínast með Idolið mar?! Hvernig gat þetta gerst aftur?? Um daginn sendu þessir heimsku kanar Jennifer heim, eina af bestu söngvurunum og í gær sendu þeir heim gelluna sem að mínu mati átti að verða í 2. sæti í þessari keppni!! Fyrst að þetta fór svona með "bottom 2" þessa vikuna þá var ég alveg viss um að uppáhladið mitt færi heim, hún Fantasia, en sem betur fer heldur hún áfram, enda á þessi stórkostlega söngkona og karakter að vinna keppnina. En ég er endalaust fúl, því topp 4 voru að mínu mati Fantasia, La Toya, George og Jennifer.... síðan Diana.. en Jasmin á að vera fyrir löngu farin heim!!

Jæja.. ég ætla að fara að gera eitthvað að viti.. var að vonast til að við myndum setja kvígurnar út í dag, en ég hugsa að það verði ekki af því þar sem það rignir af og til ennþá.. það er skemmtilegra fyrir þær að fara út í fyrsta skipti í góðu veðri!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home