MamaMia

fimmtudagur, maí 06, 2004

Jæja, greinilegt að batteríin voru búin því ég hef ekki gert rass í dag!!

Ég er eiginlega búin að vera í fáránlegu skapi í dag, hugsað fram og til baka um fjandans peningamál og hvað mig langi nú í allt sem ég get ekki eignast:

-Mig langar í nýjan lager af fötum. Ég á í raun engin almennileg föt, og hef eiginlega ekki keypt mér föt í nokkur ár. Við erum að tala um að ég nota aðallega tvennar buxur sem ég á, og þær eru, sér í lagi aðrar þeirra, að syngja sitt síðasta. Svo á ég rauða flíspeysu sem er eins útjöskuð og hægt er. Ég á aðra rauða spari flís, en nú er ég eiginlega farin að viðurkenna að hún ef bara ekkert spari lengur því ég nota hana það mikið, því ég á ekkert annað! Ég á eiginlega ekkert af bolum, hvað þá þunnum peysum og aðeins einar sparibuxur. Ég á tvenn pils, og þau eru bæði spari en ég á varla neitt til að vera í við þau. Þannig að ég er að væla, því mig langar að eyða tugþúsundum í föt.

Ein ástæða þess að ég á eiginlega engin föt er að ég hef ekki viljað kaupa mikið á mig því ég er ekki 100% sátt við útlitið (fyrir utan júllurnar ;o) ) Svo er það nú bara þannig að ég finn afar sjaldan eitthvað flott í búðum hér fyrir norðan og leiðist óskaplega að máta eitthvað sem er hent í mann og er of lítið og hálfur bærinn á hvort sem er, þar sem fjöldi búða og úrvalið hér er í ömurlegum farvegi. Svo er það nú auðvitað helvítis verðin á þessum druslum, föt eru viðbjóðslega dýr!!!

Æji, ég nenni ekki að röfla meira, ég engan pening og get því ekkert gert í því að bæta fatalagerinn.. og svo hvort sem er skilst mér að föt fyrir óléttar konur séu hrikalega dýr :-(

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home