MamaMia

fimmtudagur, maí 13, 2004

Jéminn... hvað ætli ég sé búin að horfa oft á Pride and Prejudice??!! Ég er svo gjörsamlega húkkt á þessum þáttum að það er rosalegt. Ég keypti mér spólurnar í fyrra og ég er örugglega búin að horfa á þær 7 sinnum síðan að ég keypti þær! Vinsamlegast réttið mér slefdallinn.... aahhhh Colin Firth!!!!!!!

Annars bara frábær dagur í dag. Við byrjuðum daginn á því að fara í mæðraskoðun og þar var okkur sagt að allt er í góðu lagi og ljósan bara mjög ánægð með framgang meðgöngunnar. Við hlustuðum á hjartslátt barnsins, sem var um 140 slög... rosa sterkur sláttur og taktfastur ;o) Svo fór Guðmundur niður á Haftækni til að hefja sinn fyrsta vinnudag, rosa spenntur. Svo fékk hann það á hreint í dag að hann komst klakklaust í gegnum þessi svokölluðu samræmdu próf rafiðnaðardeildarinnar, þannig að nú er það 100% klárt að við flytjum suður í haust!!

Svo er maður bara að komast í Eurovision fílinginn... var samt ekki sátt við það að Danir komust ekki áfram :-/ En ég held að aðalkeppnin verði bara flott og ég hlakka svo til að sjá hann Jónsa á sviðinu, því ég veit að hann á eftir að standa sig svo frábærlega... er orðin þvílíkt spennt fyrir þessu.

Jæja... best að sitja ekki of lengi fyrir framan tölvuna.. er aðeins búin að finna fyrir grindinni í dag og verð að taka tillit til þess og hvíla mig. Adju í bili...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home