MamaMia

mánudagur, júní 28, 2004

Hraðskeyti:

Er á lífi, hress og hef það gott.... stækka með hverjum deginum.

10 ára 10. bekkjar-reunion um helgina... forvitnilegt, weird en bara nokkuð gaman. Fín mæting, 18 af 27... það finnst mér bara ágætt.

Litli snúður kominn með nafn, Þórður Hólm, til hamingju með nafnið gutti, og Arna og fjölskylda, hamingjuóskir frá okkur öllum hérna í sveitinni.

Villi & Oddný farin suður, fóru á föstudaginn.. brjálað að gera hjá þeim.

Hitti Jósu mína af og til í mýflugumynd á síðustu 2 vikum, en hún var að vinna hérna frammi í sveit með fötluðum og þroskaheftum frammi í Botni. Alltaf gaman að hitta hana en ég hef auðvitað áhyggjur af vinnualka-eðlinu í henni.. ég ætla rétt að vona að það nái ekki að klára hana í sumar!!

Við erum að fara suður næstu helgi... METALLICA... get ekki beðið.... bara gaman og þá ætla ég einnig að kíkja í búðir og finna mér einhver föt... það er ekki að verða margt sem ég passa í!!!

Yfir og út.

sunnudagur, júní 20, 2004

Allsherjar matarveisla í gærkvöldi, enda margt tilefnið til. Þetta var veisla til að halda töðugjöld því jú jú... heyskap er lokið (fyrri slætti eins og það heitir). Þetta var veisla til að halda upp á afmæli pabba sem var um daginn, fagna heimkomu Villa & Oddnýjar, fagna sumardvöl Aldísar, fagna útskriftinni minni og fagna því að 30 ár eru síðan að mamma kom hingað norður og þau pabbi trúlofuðu sig... en fyrst og fremst var þetta veisla til handa ömmu & afa (foreldrum pabba) því þau eiga 60 ára brúðkaupsafmæli 24. júní næstkomandi og geri aðrir betur!!! Lalli & Ruth voru mætt, í svaka stuði, sem og Gurra, Einar og litla Lára Ruth partý-gella og svo allt heimilisfólkið, sem nú telur 7 manns!!! Þetta var alveg meiriháttar veisla, góður matur a´la mamma og allir í miklu stuði. Villi & Oddný spiluðu svo fyrir okkur eftir nokkuð mörg hlátrasköll og það kætti okkur í fjölskyldunni mikið. Ég held samt að Lára litla hafi heillast mest af þeim ;o)

Í gærmorgun var veðrið hins vegar tekið með trompi þegar við Guðmundur fór í kajakferð og tókum Gurru & Einar með okkur. Það var alveg brilliant veður og sjórinn nánast sléttur og mjög gaman að sigla með fram austurströndinni út fjörðinn. Fuglalífið frábært og maður gat ekki annað en notið lífsins í botn. Gurra & Einar eru búin að vera húkkt á þessu í nokkur ár en eiga ekki báta, en eftir þessa ferð er að mér skilst stefnan tekin á flöskusöfnun dauðans!!! ;o) hehehe...

er það svo bara spurning hvort maður nái að plata eitthvað lið með sér í sund?!

föstudagur, júní 18, 2004

Bæta við og laga!!

Ég óska Grímseyjargellunum til hamingju með nöfnin sín og svo vil ég óska nýjasta géaranum til hamingju með nafnið, en hann fékk nafnið Daníel Skíði Reykjalín.

Allt að gerast, heyskapur að klárast, Villi & Oddný komin til landsins og koma norður seint í kvöld og með þeim kemur Aldís frænka. Lalli (bróðir pabba)og Ruth eru komin norður í reitinn sinn og Gurra dóttir þeirra kom einnig með sína famelíu. Það stefnir því í góða helgi með kajaksiglingum og matarboði... ekki slæmt ;-)

Við vorum í útskriftarveislu í gær, til hamingju með útskriftina Freyja (Guðmundur og hún eru systkinabörn). Við gáfum henni (öll fjölskyldan) M.A. stjörnuna og svo þæfði Hófý tengdó handa henni rosalega flott sjal.

Jæja.. heyriði.. ég ætla að fara að athuga hvernig kvöldið verður... heyrumst!

miðvikudagur, júní 16, 2004

Við erum að tala um það að okkur vantar 2 daga til að klára heyskapinn!!! Þetta er náttúrulega bara djók, því það taldist nú gott hérna fyrir nokkrum árum að geta haldið upp á afmælið mitt og fyrri slátt um svipaðan tíma...

Nafnaumræðan er komin á fullt og fyrir alvöru. Ég hef auðvitað haft mínar hugmyndir um nöfn í fjöldamörg ár en nú er barn í mallanum og eins gott að fara að hefja þessar umræður fyrir alvöru. Ég á eins og venjulega mun auðveldar með stelpunöfnin, það er víst bara þannig og í raun 2 nöfn sem standa upp úr (og hafa staðið upp úr í nokkur ár) sem aðalnöfn. Strákanöfnin eru mér erfiðari og við Guðmundur þurfum að skoða þetta vel og rækilega og koma okkur saman um nöfn sem standa upp úr.

Jæja, ég ætti kannski að pilla mér í sturtu áður en ég fer í bæinn.... heyrumst...

þriðjudagur, júní 15, 2004

Það er búið að vera svo brjálað að gera að tölvan hefur nú ekki einu sinni komist á blað hjá manni hvað þá meira!!! Heyskapur er kominn vel á veg, enda byrjuðum við í heyskap laugardaginn 5. júní!!! Aldrei byrjað í heyskap svona snemma!

Annars var sú helgi fín. Þann 5. júní vorum við Guðmundur búin að vera trúlofuð í 3 ár og við skelltum okkur á rúntinn með Auði & Óskari, með skottið fullt af dóti og góðgæti og kerruna aftan í með kajökunum. Við fórum hring í Svarfaðardalnum og Óskar sagði æskusögur af sjálfum sér og öðrum... alveg frábært. Við fórum svo þaðan til Ólafsfjarðar og grilluðum um kvöldið alveg geggjað gott grill. Við lofuðum svo hjúunum að prófa kajakana og ég vona bara að við höfum smitað þau nóg! Um kvöldið var svo spilað Catan fyrir svefninn. Daginn eftir rúntuðum við svo um heimasveit Guðmundar þar ytra og þá vorum við búin að fara að skoða heimasveitir okkar allra á innan við viku, þar sem við fórum sveitarhringinn hérna 1. júní!! Frábær helgi.

Um síðustu helgi útskrifaðist ég svo frá kennaradeild Háskólans á Akureyri. Hátíðin var ágæt, en einhvern veginn var lítill spenningur í mér, svona miðað við spenningin þegar ég útskrifaðist frá M.A. Um kvöldið hélt ég litla veislu og átti gott kvöld með ættingjum og vinum. Takk fyrir mig, einnig til þeirra sem sendu mér kveðju í tilefni dagsins ;o)

Villi og Oddný kærasta hans koma til landsins á fimmtudaginn og koma svo norður á föstudaginn og með þeim kemur Aldís frænka, en hún ætlar að vera hjá okkur aftur í sumar. Speeking of which.. ég ætti kannski að fara að taka til í herberginu hennar.. bið að heilsa ykkur í bili.. læt heyra í mér næst þegar ég hef tíma... bæjó!

fimmtudagur, júní 03, 2004

Jú jú... kýrnar settar út í fyrsta skipti í gær og það var mikið fjör eins og venjulega. Veðrið var prýðilegt, ekki mikil sól svo að þær sólbrenni nú ekki greyin!! Þetta eru svo miklar rúsínur að það hálfa væri nóg! Þær hlupu auðvitað um allt, meira að segja reyndi ein "kasólétt" að hlaupa eins og hún gat, hehehe!! Svo þegar gellurnar voru teknar inn í gær voru sumar orðnar vel brúnar í framan... Ha?! segið þið eflaust, en þá á ég við að það eru nokkrar sem halda í ákveðnar hefðir og róta með höfðinu í öll þau moldarbörð sem þær finna með tilheyrandi afleiðingum... þ.e. koma heim þaktar mold í framan!!

Í fyrrakvöld komu Auður & Óskar í mat til okkar og ég eldaði jarðaberjakjúklinginn hennar Jósu minnar og hann vakti mikla lukku! Eftir matinn var eiginlega bara ekki hægt að halda sér inni í þessu frábæra veðri sem er búið að vera hérna, þannig að við skelltum okkur í sveitarúnt. Við keyrðum hérna fram fjörðinn og kítkum við í Hólakoti hjá einum af bestu vinkonum Auðar og gamallar bekkjarsystur okkar, henni Völu og litlu snúllunnar hennar. Við keyrðum svo alla leið inn í botn, eða að Hólsgerði og þar ákváðum við að road-trip sumarsins yrði tekið þaðan, þ.e. keyra upp að Laugafelli og halda þaðan áfram upp og koma svo niður í Bárðadalnum. Það verður örugglega rosa gaman og við erum þvílíkt farin að hlakka til!!. Nú svo fórum við auðvitað að heimahögum Auðar, en hún bjó á bænum Litla-Dal fram að 8 ára aldri og foreldrar hennar eiga jörðina ennþá og eru þarna með kindur og hesta. Við keyrðum svo áleiðis út fjörðinn aftur og enduðum á að fá okkur eftirrétt í Brynju... bragðarefur frá Brynju klikkar aldrei ;o)

Hvað verður svo gert um helgina á eftir að koma almennilega í ljós en víst er að fyrir liggur góð helgi!!!

þriðjudagur, júní 01, 2004

Hvítasunnuhelgin afstaðin og hún var bara mjög góð og alveg frábært veður. Auðvitað var það Idolið á föstudaginn og við Guðmundur skemmtum okkur konunglega. Það voru góð skemmtiatriði (fyrir utan þjóðsönginn, jéminn hvað ég var að deyja yfir stressinu í gellunni!!) og svo vann hún Fantasia mín auðvitað og ég var svo hamingjusöm fyrir hennar hönd því hún á þetta svo sannarlega skilið. Ég auðvitað hélt ekki vatni yfir flutningi hennar á Summertime frekar en fyrri daginn, enda fer ég ekki ofan af því að þarna er á ferð mesti tónlistarmaðurinn sem hefur tekið þátt í þessum keppnum. Ég stóð í því að brynna músum eiginlega allt kvöldið, því mér fannst flutningur Fantasiu einnig frábær á síðasta laginu hennar og tárin héldu áfram að flæða við sigur hennar. Jéminn hvað ég hlakka til að kaupa disk með henni. Mér fannst Diana standa sig vel og fannst hennar vegna mjög leiðinlegt að hún skildi klúðra besta laginu sínu, því það lag fer hennar rödd svo vel og hún söng það mjög vel þarna fyrr í þáttaröðinni. En nóg um Idol...

Á laugardaginn fór Guðmundur með Agli og Benna í gólf, (Ella Magga og Egill komu sem sagt norður um helgina, bekkjarmót hjá Ellu og svo fermingarveisla í hennar ætt á sunnudaginn). Um kvöldið var svo etið fyrsta grill sumarsins og því næst fórum við í afmælisveislu til Pálma frænda. Það var mjög fínt og meira grill og gaman að hitta fólk sem maður hefur ekki séð bara í nokkur ár!

Á sunnudaginn nutum við svo veðurblíðunnar og Ella Magga og Egill kíktu til okkar um kvöldið og þá var m.a. tekið eitt Catan. Ég vann ekki... damn these numbers!!!

Í gærkvöldi sannaðist svo hverjir eru harði kjarninn í spilaklúbbnum okkar, því við Guðmundur mættum til leiks í Gránu og Sigrún kom svo nokkru síðar.. and that´s it!!! Við tókum til við Hættuspilið og Óskar vann með naumindum... ég var alveg að meika það!