MamaMia

sunnudagur, júní 20, 2004

Allsherjar matarveisla í gærkvöldi, enda margt tilefnið til. Þetta var veisla til að halda töðugjöld því jú jú... heyskap er lokið (fyrri slætti eins og það heitir). Þetta var veisla til að halda upp á afmæli pabba sem var um daginn, fagna heimkomu Villa & Oddnýjar, fagna sumardvöl Aldísar, fagna útskriftinni minni og fagna því að 30 ár eru síðan að mamma kom hingað norður og þau pabbi trúlofuðu sig... en fyrst og fremst var þetta veisla til handa ömmu & afa (foreldrum pabba) því þau eiga 60 ára brúðkaupsafmæli 24. júní næstkomandi og geri aðrir betur!!! Lalli & Ruth voru mætt, í svaka stuði, sem og Gurra, Einar og litla Lára Ruth partý-gella og svo allt heimilisfólkið, sem nú telur 7 manns!!! Þetta var alveg meiriháttar veisla, góður matur a´la mamma og allir í miklu stuði. Villi & Oddný spiluðu svo fyrir okkur eftir nokkuð mörg hlátrasköll og það kætti okkur í fjölskyldunni mikið. Ég held samt að Lára litla hafi heillast mest af þeim ;o)

Í gærmorgun var veðrið hins vegar tekið með trompi þegar við Guðmundur fór í kajakferð og tókum Gurru & Einar með okkur. Það var alveg brilliant veður og sjórinn nánast sléttur og mjög gaman að sigla með fram austurströndinni út fjörðinn. Fuglalífið frábært og maður gat ekki annað en notið lífsins í botn. Gurra & Einar eru búin að vera húkkt á þessu í nokkur ár en eiga ekki báta, en eftir þessa ferð er að mér skilst stefnan tekin á flöskusöfnun dauðans!!! ;o) hehehe...

er það svo bara spurning hvort maður nái að plata eitthvað lið með sér í sund?!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home