Það er búið að vera svo brjálað að gera að tölvan hefur nú ekki einu sinni komist á blað hjá manni hvað þá meira!!! Heyskapur er kominn vel á veg, enda byrjuðum við í heyskap laugardaginn 5. júní!!! Aldrei byrjað í heyskap svona snemma!
Annars var sú helgi fín. Þann 5. júní vorum við Guðmundur búin að vera trúlofuð í 3 ár og við skelltum okkur á rúntinn með Auði & Óskari, með skottið fullt af dóti og góðgæti og kerruna aftan í með kajökunum. Við fórum hring í Svarfaðardalnum og Óskar sagði æskusögur af sjálfum sér og öðrum... alveg frábært. Við fórum svo þaðan til Ólafsfjarðar og grilluðum um kvöldið alveg geggjað gott grill. Við lofuðum svo hjúunum að prófa kajakana og ég vona bara að við höfum smitað þau nóg! Um kvöldið var svo spilað Catan fyrir svefninn. Daginn eftir rúntuðum við svo um heimasveit Guðmundar þar ytra og þá vorum við búin að fara að skoða heimasveitir okkar allra á innan við viku, þar sem við fórum sveitarhringinn hérna 1. júní!! Frábær helgi.
Um síðustu helgi útskrifaðist ég svo frá kennaradeild Háskólans á Akureyri. Hátíðin var ágæt, en einhvern veginn var lítill spenningur í mér, svona miðað við spenningin þegar ég útskrifaðist frá M.A. Um kvöldið hélt ég litla veislu og átti gott kvöld með ættingjum og vinum. Takk fyrir mig, einnig til þeirra sem sendu mér kveðju í tilefni dagsins ;o)
Villi og Oddný kærasta hans koma til landsins á fimmtudaginn og koma svo norður á föstudaginn og með þeim kemur Aldís frænka, en hún ætlar að vera hjá okkur aftur í sumar. Speeking of which.. ég ætti kannski að fara að taka til í herberginu hennar.. bið að heilsa ykkur í bili.. læt heyra í mér næst þegar ég hef tíma... bæjó!
Annars var sú helgi fín. Þann 5. júní vorum við Guðmundur búin að vera trúlofuð í 3 ár og við skelltum okkur á rúntinn með Auði & Óskari, með skottið fullt af dóti og góðgæti og kerruna aftan í með kajökunum. Við fórum hring í Svarfaðardalnum og Óskar sagði æskusögur af sjálfum sér og öðrum... alveg frábært. Við fórum svo þaðan til Ólafsfjarðar og grilluðum um kvöldið alveg geggjað gott grill. Við lofuðum svo hjúunum að prófa kajakana og ég vona bara að við höfum smitað þau nóg! Um kvöldið var svo spilað Catan fyrir svefninn. Daginn eftir rúntuðum við svo um heimasveit Guðmundar þar ytra og þá vorum við búin að fara að skoða heimasveitir okkar allra á innan við viku, þar sem við fórum sveitarhringinn hérna 1. júní!! Frábær helgi.
Um síðustu helgi útskrifaðist ég svo frá kennaradeild Háskólans á Akureyri. Hátíðin var ágæt, en einhvern veginn var lítill spenningur í mér, svona miðað við spenningin þegar ég útskrifaðist frá M.A. Um kvöldið hélt ég litla veislu og átti gott kvöld með ættingjum og vinum. Takk fyrir mig, einnig til þeirra sem sendu mér kveðju í tilefni dagsins ;o)
Villi og Oddný kærasta hans koma til landsins á fimmtudaginn og koma svo norður á föstudaginn og með þeim kemur Aldís frænka, en hún ætlar að vera hjá okkur aftur í sumar. Speeking of which.. ég ætti kannski að fara að taka til í herberginu hennar.. bið að heilsa ykkur í bili.. læt heyra í mér næst þegar ég hef tíma... bæjó!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home