MamaMia

föstudagur, júní 18, 2004

Ég óska Grímseyjargellunum til hamingju með nöfnin sín og svo vil ég óska nýjasta géaranum til hamingju með nafnið, en hann fékk nafnið Daníel Skíði Reykjalín.

Allt að gerast, heyskapur að klárast, Villi & Oddný komin til landsins og koma norður seint í kvöld og með þeim kemur Aldís frænka. Lalli (bróðir pabba)og Ruth eru komin norður í reitinn sinn og Gurra dóttir þeirra kom einnig með sína famelíu. Það stefnir því í góða helgi með kajaksiglingum og matarboði... ekki slæmt ;-)

Við vorum í útskriftarveislu í gær, til hamingju með útskriftina Freyja (Guðmundur og hún eru systkinabörn). Við gáfum henni (öll fjölskyldan) M.A. stjörnuna og svo þæfði Hófý tengdó handa henni rosalega flott sjal.

Jæja.. heyriði.. ég ætla að fara að athuga hvernig kvöldið verður... heyrumst!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home