MamaMia

mánudagur, júní 28, 2004

Hraðskeyti:

Er á lífi, hress og hef það gott.... stækka með hverjum deginum.

10 ára 10. bekkjar-reunion um helgina... forvitnilegt, weird en bara nokkuð gaman. Fín mæting, 18 af 27... það finnst mér bara ágætt.

Litli snúður kominn með nafn, Þórður Hólm, til hamingju með nafnið gutti, og Arna og fjölskylda, hamingjuóskir frá okkur öllum hérna í sveitinni.

Villi & Oddný farin suður, fóru á föstudaginn.. brjálað að gera hjá þeim.

Hitti Jósu mína af og til í mýflugumynd á síðustu 2 vikum, en hún var að vinna hérna frammi í sveit með fötluðum og þroskaheftum frammi í Botni. Alltaf gaman að hitta hana en ég hef auðvitað áhyggjur af vinnualka-eðlinu í henni.. ég ætla rétt að vona að það nái ekki að klára hana í sumar!!

Við erum að fara suður næstu helgi... METALLICA... get ekki beðið.... bara gaman og þá ætla ég einnig að kíkja í búðir og finna mér einhver föt... það er ekki að verða margt sem ég passa í!!!

Yfir og út.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home