MamaMia

þriðjudagur, júní 01, 2004

Hvítasunnuhelgin afstaðin og hún var bara mjög góð og alveg frábært veður. Auðvitað var það Idolið á föstudaginn og við Guðmundur skemmtum okkur konunglega. Það voru góð skemmtiatriði (fyrir utan þjóðsönginn, jéminn hvað ég var að deyja yfir stressinu í gellunni!!) og svo vann hún Fantasia mín auðvitað og ég var svo hamingjusöm fyrir hennar hönd því hún á þetta svo sannarlega skilið. Ég auðvitað hélt ekki vatni yfir flutningi hennar á Summertime frekar en fyrri daginn, enda fer ég ekki ofan af því að þarna er á ferð mesti tónlistarmaðurinn sem hefur tekið þátt í þessum keppnum. Ég stóð í því að brynna músum eiginlega allt kvöldið, því mér fannst flutningur Fantasiu einnig frábær á síðasta laginu hennar og tárin héldu áfram að flæða við sigur hennar. Jéminn hvað ég hlakka til að kaupa disk með henni. Mér fannst Diana standa sig vel og fannst hennar vegna mjög leiðinlegt að hún skildi klúðra besta laginu sínu, því það lag fer hennar rödd svo vel og hún söng það mjög vel þarna fyrr í þáttaröðinni. En nóg um Idol...

Á laugardaginn fór Guðmundur með Agli og Benna í gólf, (Ella Magga og Egill komu sem sagt norður um helgina, bekkjarmót hjá Ellu og svo fermingarveisla í hennar ætt á sunnudaginn). Um kvöldið var svo etið fyrsta grill sumarsins og því næst fórum við í afmælisveislu til Pálma frænda. Það var mjög fínt og meira grill og gaman að hitta fólk sem maður hefur ekki séð bara í nokkur ár!

Á sunnudaginn nutum við svo veðurblíðunnar og Ella Magga og Egill kíktu til okkar um kvöldið og þá var m.a. tekið eitt Catan. Ég vann ekki... damn these numbers!!!

Í gærkvöldi sannaðist svo hverjir eru harði kjarninn í spilaklúbbnum okkar, því við Guðmundur mættum til leiks í Gránu og Sigrún kom svo nokkru síðar.. and that´s it!!! Við tókum til við Hættuspilið og Óskar vann með naumindum... ég var alveg að meika það!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home