Jú jú... kýrnar settar út í fyrsta skipti í gær og það var mikið fjör eins og venjulega. Veðrið var prýðilegt, ekki mikil sól svo að þær sólbrenni nú ekki greyin!! Þetta eru svo miklar rúsínur að það hálfa væri nóg! Þær hlupu auðvitað um allt, meira að segja reyndi ein "kasólétt" að hlaupa eins og hún gat, hehehe!! Svo þegar gellurnar voru teknar inn í gær voru sumar orðnar vel brúnar í framan... Ha?! segið þið eflaust, en þá á ég við að það eru nokkrar sem halda í ákveðnar hefðir og róta með höfðinu í öll þau moldarbörð sem þær finna með tilheyrandi afleiðingum... þ.e. koma heim þaktar mold í framan!!
Í fyrrakvöld komu Auður & Óskar í mat til okkar og ég eldaði jarðaberjakjúklinginn hennar Jósu minnar og hann vakti mikla lukku! Eftir matinn var eiginlega bara ekki hægt að halda sér inni í þessu frábæra veðri sem er búið að vera hérna, þannig að við skelltum okkur í sveitarúnt. Við keyrðum hérna fram fjörðinn og kítkum við í Hólakoti hjá einum af bestu vinkonum Auðar og gamallar bekkjarsystur okkar, henni Völu og litlu snúllunnar hennar. Við keyrðum svo alla leið inn í botn, eða að Hólsgerði og þar ákváðum við að road-trip sumarsins yrði tekið þaðan, þ.e. keyra upp að Laugafelli og halda þaðan áfram upp og koma svo niður í Bárðadalnum. Það verður örugglega rosa gaman og við erum þvílíkt farin að hlakka til!!. Nú svo fórum við auðvitað að heimahögum Auðar, en hún bjó á bænum Litla-Dal fram að 8 ára aldri og foreldrar hennar eiga jörðina ennþá og eru þarna með kindur og hesta. Við keyrðum svo áleiðis út fjörðinn aftur og enduðum á að fá okkur eftirrétt í Brynju... bragðarefur frá Brynju klikkar aldrei ;o)
Hvað verður svo gert um helgina á eftir að koma almennilega í ljós en víst er að fyrir liggur góð helgi!!!
Í fyrrakvöld komu Auður & Óskar í mat til okkar og ég eldaði jarðaberjakjúklinginn hennar Jósu minnar og hann vakti mikla lukku! Eftir matinn var eiginlega bara ekki hægt að halda sér inni í þessu frábæra veðri sem er búið að vera hérna, þannig að við skelltum okkur í sveitarúnt. Við keyrðum hérna fram fjörðinn og kítkum við í Hólakoti hjá einum af bestu vinkonum Auðar og gamallar bekkjarsystur okkar, henni Völu og litlu snúllunnar hennar. Við keyrðum svo alla leið inn í botn, eða að Hólsgerði og þar ákváðum við að road-trip sumarsins yrði tekið þaðan, þ.e. keyra upp að Laugafelli og halda þaðan áfram upp og koma svo niður í Bárðadalnum. Það verður örugglega rosa gaman og við erum þvílíkt farin að hlakka til!!. Nú svo fórum við auðvitað að heimahögum Auðar, en hún bjó á bænum Litla-Dal fram að 8 ára aldri og foreldrar hennar eiga jörðina ennþá og eru þarna með kindur og hesta. Við keyrðum svo áleiðis út fjörðinn aftur og enduðum á að fá okkur eftirrétt í Brynju... bragðarefur frá Brynju klikkar aldrei ;o)
Hvað verður svo gert um helgina á eftir að koma almennilega í ljós en víst er að fyrir liggur góð helgi!!!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home