MamaMia

miðvikudagur, júní 16, 2004

Við erum að tala um það að okkur vantar 2 daga til að klára heyskapinn!!! Þetta er náttúrulega bara djók, því það taldist nú gott hérna fyrir nokkrum árum að geta haldið upp á afmælið mitt og fyrri slátt um svipaðan tíma...

Nafnaumræðan er komin á fullt og fyrir alvöru. Ég hef auðvitað haft mínar hugmyndir um nöfn í fjöldamörg ár en nú er barn í mallanum og eins gott að fara að hefja þessar umræður fyrir alvöru. Ég á eins og venjulega mun auðveldar með stelpunöfnin, það er víst bara þannig og í raun 2 nöfn sem standa upp úr (og hafa staðið upp úr í nokkur ár) sem aðalnöfn. Strákanöfnin eru mér erfiðari og við Guðmundur þurfum að skoða þetta vel og rækilega og koma okkur saman um nöfn sem standa upp úr.

Jæja, ég ætti kannski að pilla mér í sturtu áður en ég fer í bæinn.... heyrumst...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home