MamaMia

föstudagur, júlí 02, 2004

Hef svolítið mikið verið að spá í draumum undanfarið, þar sem hver einast nótt hjá mér síðastliðna viku eða svo hefur verið undirlögð af draumum. Það er svosum ekkert nýtt þannig, en það vill svo til að draumfarir mínar undanfarnar nætur hafa verið mjög slæmar. Þetta er svona að réttast af núna og síðustu 2 nætur hef ég getað sofið rótt í draumalandi. En þessar draumfarir fengu mig til að hugsa almennt um drauma m.a. í fjósinu í morgun, þegar mér var hugsað til öflugs draums sem mig dreymdi síðastliðið haust og ég vissi að ætti eftir að rætast. Þannig var, eins og flestir vita, að bróðir minn flutti til Oslóar síðastliðið haust og því fylgdu ákveðnar áhyggjur hjá okkur í fjölskyldunni. Áhyggjum mínum var hins vegar sópað í burtu fyrir tilstilli þessa draums, því ég vissi að draumurinn var að segja mér að allt yrði í lagi. Þannig var að mig dreymdi Villa, man ekki vel allan drauminn, þar til í "lokaatriðinu" þegar ég sé Villa upp á háu fjalli með hendurnar reistar til himins eins og sigurvegari. Þegar ég vaknaði leið mér svo undurvel og vissi um leið að draumurinn ætti eftir að rætast. Og hvernig fór svo fyrsti veturinn í Osló?! Jú jú, Villi er í frábærum skóla, umgengst gott fólk, kynntist ungri dömu sem nú í dag er kærasta hans og hann gæti ekki verið hamingjusamari og plús þetta allt saman þá er hann kominn með vinnu með skólanum næstkomandi vetur! Og hver segir svo að draumar rætist aldrei og séu bara total crap?! Nú halda eflaust margir að þessar slæmu draumfarir mínar síðustu nætur snúist um barnið og foreldrahlutverkið, en svo er ekki. Þetta bryjaði allt með rosalegum draum um Elís mág minn, sem færðist svo yfir í hræðilegan draum um afa minn á Akureyri. Ég hrökk upp með stóran kökk í hálsinum og þurfti góðan tíma til að jafna mig. Svo hafa draumarnir eiginlega bara verið bull, þar sem ég er einhvern vegin undir árás eða fólk sem mér þykir vænt um. Ég legg ekki mikið upp úr þessum draumum, en þessi fyrsti er að hafa svolítið áhrif á mig, á þá leið að ég sé að ég verð að fara að tala við mág minn og segja honum hvað er að brjótast um í mér áður en ég spring!