MamaMia

mánudagur, nóvember 29, 2004

To hell and back!!

Já, ég held að það megi segja það. Stelpan mín var orðin nokkuð góð í mallanum, en það er óhætt að segja að það hafi verið lognið á undan storminum því þar síðustu helgi var hún verri en nokkru sinni áður. Hún fékk verstu köstin á nóttunni og þau stóðu yfir í klukkutíma og það var ekkert sem maður gat gert fyrir hana. Þetta var hræðilegt, maður ætti ekki að þurfa að horfa upp á barnið sitt kveljast svona. Síðastliðinn þriðjudag fékk ég síðan upphringingu frá dóttur vinkonu mömmu sem lenti í þessu með strákinnn sinn, en hún fór með hann 4 vikna til læknis til að fá það staðfest að hann væri með innantökur. Jú, það var rétt hjá henni, en þá sagði læknirinn henni að einhverjar rannsóknir sýndu að sum börn ættu erfitt með að vinna úr mjólkurpróteinum og henni var því ráðlagt að hætta að drekka mjólk og hætta að borða allt sem innihélt mjólkurprótein, sem by the way er ansi margt! Það virkaði á strákinn og ég ákvað því að prófa. Þið vitið hvað ég og sjálfstjórn eigum illa saman og þetta var því mikil áskorun fyrir mig, mjólkurkálfinn mikla!! En vitiði, þetta er ekki svo erfitt þar sem ég er að gera þetta fyrir dóttur mína og viti menn... hún hefur ekki fengið kast síðan á miðvikudagskvöldið og er bara búin að vera algjört ljós síðan á fimmtudag. Oh my God, þvílík sæla og hamingja... ég er bara fallin fyrir henni all over again c",) Í staðin er hún bara komin með hor í nös greyið... en það er nú ekki hættulegt, hehe.....En mikið er ég pirruð yfir því að hafa ekki verið búin að fá þessar uppslýsingar fyrr, ég meina.. sko stelpan er 2 1/2 mánaða gömul... en það er betra seinna en aldrei.

Við höfum ekki verið hérna heima í Súluhólunum síðan á fimmtudag því eigandi íbúðarinnar mætti í borgina með stórfjölskylduna á djammið. Við erum því búin að vera hjá Örnu mágkonu og hennar fjölskyldu, þau voru svo ósköp góð að taka okkur að sér. Við höfðum það gott hjá þeim, borðuðum góðan mat og gláptum á Idol og svona. Þetta bévítans Idol segi ég núna, vegna þess að ég er pirruð út í dómnefndina. Þau eru greinilega búin að fyrirfram ákveða það hverjir eiga að komast í úrslitin og því finnst mér þessi skrípaleikur með kosninguna alveg fáránlegur. Ég meina það, dómar þeirra hafa stundum verið alveg út úr kú og maður er bara fúll út í liðið... Nóg um það!

fimmtudagur, nóvember 18, 2004

Þreyttur................. daman mín hefur tekið upp á því síðustu tvær nætur að vilja ekki festa almenninlega svefn fyrr en undir klukkan 4 á nóttunni og mín því þreytt eftir því. Ég er að vona að það sé bara tímabundin vaxtarkyppur í gangi, enda kommon... gellan orðin tæp 5 kíló og 54 cm c",) Svo eru vonandi magaverkirnir að hætta. Hún er búin að vera svo góð síðustu 2 kvöld, þannig að ég geri ráð fyrir því að minifom droparnir séu loksins að virka... jibbý....

Annars er heilinn á mér alltaf á fullu á kvöldin rétt áður en ég sofna. Er sko búin að vera að hanna jólakort ársins og miklar pælingar í gangi. Ég held að ef mér takist það sem ég er að pæla í að þá verði þetta flottasta jólakort ever!!

Digital-Bjarkey er að verða kreisí in the breinhás yfir nýjasta æðinu, en þannig er að við erum komin með nýja digital afruglarann með öllum þeim ókeypis stöðvum sem því fylgir!!! Þið getið nú rétt ímyndað ykkur sjónvarpsfíkilinn mikla með nýja töfrasprotann í hægri og vinstra brjóstið í mjöltun. Þetta gerir bara útslagið skal ég segja ykkur og þessa dagana er rás númer 51 í uppáhaldi, eða BBC Food. Ó mæ god hvað þetta er cool rás. Við erum að tala um hina og þessa kokka og áhugakokka með þætti um MAT og allt sem því fylgir. Vá hvað mig langar mikið til þess að læra kokkerí og að meðhöndla og rækta grænmeti og matjurtir og kunna beisikk handbrögð við úrbeiningu.... já já.. það er aldrei að vita hvað framtíðin ber í skauti sér.

mánudagur, nóvember 15, 2004

Ég verð að hvetja alla til að lesa Tótublogg í dag. Ég er að segja ykkur það að þessi manneskja er snilldar bloggari, hún er svo góður penni, alveg hrikalega fyndin. Hún og Liljan eru uppáhalds bloggararnir mínir.

Mamma er í borginni, kom á laugardaginn og fer í kvöld. Hún er alveg búin að missi sig yfir stelpunni og búin að spreða fullt... bara gaman að því ;o) sérstaklega þegar spreðigleðin færist yfir á dótturina líka, hahaha.....

Annars var ég að fatta það að það er alveg óendanlega stutt þangað til að maður fer norður og það er nokkuð margt sem ég á eftir að gera áður en að ég fer norður. Ég á eftir að klára að kaupa nokkrar jólagjafir, og pakka þeim inn sem verða eftir hérna í borginni. Ég á svo eftir að klára að ákveða og finna allt fyrir skírnina, eins og borða á kjólinn, kerti, skraut og dúka. Segið mér eitt, hvar gæti ég hugsanlega keypt píramídakerti á hagstæðu verði? Eru blómabúðirnar eini sénsinn? Hef nefninlega ekki séð svona píramídakerti í Rúmfatalagernum né Tiger eða Ótrúlegu búðinni.

Horfði á Edduna í gær, m.a. til að berja hana Jósu mína augum en hún og bekkjarfélagar hennar í Leiklistardeild Listaháskólans afhendu ein verðlaunin. Það var sem sagt hún sem sagði alltaf "...já..." Fannst Helga Braga geggjað flott og fúli múli (Kristján) ömurlegur. Jamm... jæja... segjum þetta gott í bili.

föstudagur, nóvember 12, 2004

Jæja.. ný komin inn úr snjónum.. jú mikið rétt, það er snjór hérna í borginni ;o) mér til mikillar ánægju því jólatilhlökkunin tvíefldist við það!! Við skotta fórun í góðan göngutúr um hverfið, skrapp í apótekið og Bónus og ég dandalaðist inn á kaffihús í leiðinni. Kaffihúsið er í Gerðubergi og ég verð nú að segja, þrátt fyrir að hafa lítið "vit" á kaffihúsum að þetta kaffihús fær nú ekki marga plúsa hjá mér. Ég borgaði það sama fyrir "heitt súkkulaði" eins og maður borgar á Karólínu, en munurinn var sá að í staðinn fyrir að fá alvöru súkkulaði á Karó þá fékk ég eitthvað sull úr vél á Kaffi Berg.... hnuss segi ég nú bara.. Bókasafnið er í sama húsi og greinilega eitthvað sérstakt í gangi hjá öldruðum í hverfinu því það var hópur af þeim á kaffihúsinu. Svo var ég allt í einu bara ein eftir og inn kemur ung stúlka og bíður í nokkrar mínútur eftir þjónustu. Hún fór á endanum af því að kallinn var bara ekki á svæðinu! Ég hefði getað verið búin að næla mér í súkkulaðibitakökur í fleirtölu ef ég hefði fattað það að kallinn stakk af... ég reikna með að hann hafi látið sig hverfa í a.m.k. 10 mínútur og enginn annar á svæðinu nema ég.. mjög spes!

Jamm... ég ætla að fara að glápa á vídeó meðan að skotta klárar dúrinn, er búin með duglegheitin í dag = göngutúr, versla, drösla vagninum upp 24 tröppur án þess að vekja dömuna og hengja úr einni vél. Svo er það idol í Ástúni 8 og Megavika... Takk fyrir!!

þriðjudagur, nóvember 09, 2004

Lagaði nokkra linka og bætti við nýjum...

Nei nei... komiði heil og sæl... Nú eru auðvitað allir hættir að kíkja inn á bloggsíðuna mína þar sem ég hef ekki komið þar við eftir sumarfrí. Jú jú, ég ákvað að taka mér frí frá blogginu þarna einhvern tíman í sumar, og svo leið bara tíminn án þess að nokkur réði neitt við neitt og allt í einu vorum við bara flutt suður og engin nettenging í einhverjar vikur. Tölvan komst svo upp fyrir rest en með einhverri silalegustu nettengingu sem uppi hefur verið. Þannig að hvöt mín til að hanga á netinu hefur stórlega minnkað þar sem ég hef hreinlega ekki þolinmæðina til þess!! Nú svo eins og kannski flestir vita að þá átti ég barn í september og stelpan mín var ekkert að tefja tímann neitt heldur kom mánuði fyrr en áætlað var og setti allt í skorðum. Við vorum rétt búin að mála íbúðina hérna og gjörsamlega allt á hvolfi þegar ég endaði uppi á spítala þann 16. september.

Ég var svo að spá í það hvort ég ætti nokkuð að vera að blogga meira hérna og bara opna síðu fyrir stelpuna og blogga bara á henni fyrir hana og mig... langaði rosalega mikið til að biðja Dagnýju géara til að hjálpa mér við að búa til síðu því hún er sko grafískur hönnuður og svaka klár... en svo er ég ekki með neitt heimasvæði og einhvern vegin hefur allur vindur farið úr mér með þetta þannig að ég hugsa að ég búi bara til heimasíðu fyrir stelpuna á barnalandi, til að byrja með alla vega!

Við höfum það svo bara fínt, stelpan dafnar rosalega vel en er alltaf með í maganum. Það verður bara að ganga sinn þrautarveg, en ég vona nú að þessu fari nú að linna... er búin að prófa minifom dropana og búin að leyta á náðir grasalæknanna en fannst þetta allt lítið virka. Svo er maður bara á fullu að undirbúa skírnina en við ætlum að skíra fyrir norðan í kirkjunni minni og Blandoninn ætlar að skíra. Við förum snemma í jólafrí, Guðmundur klárar prófin 2. desember og við brunum bara norður fljótlega eftir það og hlökkum mikið til ;o)

Jæja, segjum þetta gott í bili... læt heyra í mér aftur fljótlega.